Næst á dagskrá: Fjólugata á Oddeyri

Síðastliðin vetur lagðist ég í nokkuð stórt grúskverkefni. En þar tók ég skipulega fyrir hús við nokkrar götur á Oddeyri og miðaði umfjöllunina við göturnar Eiðsvallagötu, Norðurgötu, Ránargötu og Ægisgötu sunnan Eyrarvegar. Í stórum dráttum fjallaði ég um þann hluta Oddeyrar sem byggðist upp á 4.áratug síðustu aldar. En fyrst ég á annað borð var byrjaður á þessu sá ég fram á, að ein gata þyrfti að vera með í þessari umfjöllun, svo jafnræðis yrði nú örugglega gætt. Nefnilega Fjólugata.

Fjólugata er heldur stutt gata  sem liggur milli Glerárgötu og Norðurgötu. Hún liggur því A-V, líkt og Strandgata, Gránufélagsgata og Eiðsvallagata. Gatan er einstefnugata og er ekin frá Glerárgötu í austur, þar sem beygt er inn á Norðurgötu til móts við Norðurgötu 36. Við Fjólugötu er m.a. mjög heilsteypt þyrping einlyftra húsa með lágu risi og á háum kjallara, sem byggð voru árin 1932-35- sjá mynd hér að neðan. P1010007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er horft til austurs niður Fjólugötu. Næst er Fjólugata 9, grænt hús og þá 7,5,3 og 1. Fjær sér í ris og kvist Norðurgötu 36 og þar vinstra megin er Fjólugata 2. Myndin er tekin þ. 12.júní sl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 424
  • Frá upphafi: 440781

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 202
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband