Hús dagsins: Laxagata 3

Laxagötu 3 reistu bræðurnir Ebenharð og Oddur Jónssynir árið 1933.P8140178 Voru þeir frá Hofi í Svarfaðardal. Húsinu var lýst í byggingarleyfi til Ebenharðs sem íbúðarhúsi, 16x8m ein hæð á kjallara og með lágu risi. Ekki verður annað séð en að þessi lýsing eigi enn við húsið. Húsið er einlyft á háum kjallara (sjálfsagt álitamál hvort kalla eigi kjallara jarðhæð í þessu tilfelli) og með nokkuð lágu risi, líklega er það rúmlega manngengt. Hver mörkin eru milli lágra og hárra risþaka er örugglega einnig á reiki, líkt og munur á kjallara og jarðhæð. Krosspóstar eru í gluggum hússins og bárujárn á þaki. Húsið hefur alla tíð verið parhús, Laxagata 3a og 3b og er að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð. Á lóðinni stendur einnig bílskúr, byggður um 1995. Laxagata 3 er einfalt og látlaust hús en stórglæsilegt engu að síður. Það er í góðri hirðu og lítur vel út og er talið hafa varðveislugildi fyrir fallega ásýnd við vestanverða Laxagötu. Þessi mynd er tekin 14.8.2015.

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1930-35: Fundur nr. 701, 15.6.1933

Manntal á Akureyri 1940.

Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

Ómar Ívarsson. 2011. Akureyrarbær Húsakönnun- Laxagata- Hólabraut. X2 Hönnun-Skipulag: Unnið fyrir Akureyrarbæ. Aðgengilegt á vef á slóð http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/laxagata-holabraut-husakonnun-mars-2011.pdf

 

Tenglar í texta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 436911

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband