17.11.2015 | 12:11
Hús dagsins: Hólabraut 15, Hólabraut 17
Hólabraut 15
Við rætur Brekkunnar, þar sem Gránufélagsgatan mætir Oddeyrargötu stendur reisulegt steinhús frá upphafi 4.áratugs 20.aldar. Þar er um að ræða Hólabraut 15 en Hólabraut er efsta þvergatan í norður frá Gránufélagsgötu. Í hugum flestra hlýtur þessi staður að tilheyra Miðbænum en landfræðilega hlýtur Oddeyrin að ná að Brekkunni þannig að ég flokka Hólabraut sem Oddeyri.
Árið 1930 fékk Sigurbjörg Pálsdóttir leyfi til að reisa steinhús, 9x10m, tveggja hæða með kjallara og háu risi. Byggingaleyfið fékk hún í tveimur áföngum, í seinna skiptið var henni leyft að setja kvist á hús sitt. Teikningar að húsinu hafa varðveist, en þær eru óundirritaðar og því telst höfundur ókunnur. Húsið er byggt sem hluti húsaraðar samkvæmt Aðalskipulaginu frá 1927.
Hólabraut 15 er stórt og reisulegt steinsteyptuhús, tvíltyft með háu risi og miðjukvisti á bakhlið enm framhlið er smærri þríhyrndur kvistur. Inngangar eru í húsið á tveimur stöðum, að framanverðu á kjallara og er þar gengið inn á stigagang en einnig til suðurs þar sem gengið er inn á fyrstu hæð. Þar eru steyptur bogadreginn tröppupallur með skrautlegu handriði. Verklegir steyptir þakkantar setja svip sinn á húsið sem annars er nokkuð látlaust að gerð. Krosspóstar eru í gluggum en margskiptir póstar í gluggum stigagangs. Bárujárn er á þaki. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, í upphafi eru tvö rými sem kallast vinnustofur í kjallara en líkast til tvær íbúðir hvor á sinni hæð en ris er ekki með á teikningunum. Það hefur fyrir löngu verið innréttað sem íbúð. Húsið er í ágætu standi og lítur vel út og stendur það á stórri og gróskumikilli lóð. Húsið er á áberandi og fjölförnum stað og nýtur sín vel og er það talið hafa þó nokkurt varðveislugildi skv. Húsakönnun frá 2011. Í húsinu eru fjórar íbúðir. Myndin er tekin þ. 15.9.2015.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 648, 21.5.1930. Fundur nr. 650, 21.7.1930.
Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Ómar Ívarsson. 2011. Akureyrarbær Húsakönnun- Laxagata- Hólabraut. X2 Hönnun-Skipulag: Unnið fyrir Akureyrarbæ. Aðgengilegt á vef á slóð http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/laxagata-holabraut-husakonnun-mars-2011.pdf
Hólabraut 17
Bygginganefnd Akureyrar var stofnuð árið 1857 og voru allir fundir hennar frá upphafi númeraðir. Á 700. fundi nefndarinnar, sem haldinn var vorið 1933 var meðal fundarefna afgreiðsla byggingarleyfis til bræðranna Olgeirs og Þórhalls Guðmundssonar sem fengu að reisa steinsteypt hús á kjallara, 8x10m með háu risi, kvisti og forstofu að norðan. Húsið var sagt næst norðan við hús Sigurbjargar Pálsdóttur, þ.e. Hólabraut 15. Olgeir gerði sjálfur teikningarnar að húsinu. Þar virðist gert ráð fyrir tveimur íbúðum, hvor á sinni hæð og verkstæði og geymslur í kjallara.
Hólabraut 17 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með háu risi. Miðjukvistur er á framhlið en langur kvistur með flötu þaki á bakhlið. Sá kvistur er það sem ég kalla hornstæður að sunnanverðu, þ.e. kvistur nær að suðurgafli hússins og raunar er risinu því lyft að hluta að aftanverðu. Bárujárn er á þaki en veggir múrsléttaðir en á kjallara er múr með áferð sem ég hef líkt við krem á djöflatertu en mér skilst að kallist spænskur múr. Krosspóstar eru í gluggum en margskiptir póstar í kjallaragluggum. Hólabraut 17 er reisulegt hús og í góðu standi og er talið hafa nokkurt varðveislugildi skv. Húsakönnun. Húsið er h.u.b. óbreytt frá upprunalegri gerð en kvistur bakatil er á upprunalegum teikningum. Það myndar skemmtilega tvennd ásamt húsi nr. 15, en um er að ræða tvö reisuleg steinhús frá fyrri hluta 4.áratugarins. Tvær íbúðir eru í húsinu. Myndin er tekin þ. 15.sept. 2015.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 700, 20.5.1933.
Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Ómar Ívarsson. 2011. Akureyrarbær Húsakönnun- Laxagata- Hólabraut. X2 Hönnun-Skipulag: Unnið fyrir Akureyrarbæ. Aðgengilegt á vef á slóð http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/laxagata-holabraut-husakonnun-mars-2011.pdf
Svona líta Hólabraut 15 og 17 út að vestanverðu (þ.e. bakhliðir). Hér er horft frá Brekkugötu, rétt norðan við Amtsbókasafnið. Þessi hús blasa því við mér þegar ég sit á Héraðskjalasafninu að garfa í bókunum Bygginganefndar og fleiri skjölum...Myndin er einnig tekin þ. 15.sept sl.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 60
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 531
- Frá upphafi: 436886
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 340
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.