11.1.2016 | 09:19
Skátagilið; sagan á bakvið nafnið.
Ekki eru mörg örnefni kennd við skáta. En ofan við Miðbæinn á Akureyri má hins vegar finna Skátagil. Gilið er eitt fjölmargra gilja og gildraga sem skera Akureyrarbrekkuna og jafnframt þeirra nyrst. Liggur það á að giska 70-80m norðan Grófargils eða "Listagilsins eða einfaldlega Gilsins" sem kallað er. Á milli þessara gilja er melbrekkutunga - sem mér skildist einhvers staðar, einhvern tíma að kallaðist Skessunef. Þar liggja göturnar Oddagata og Gilsbakkavegur en á norðurbarmi Skátagils er gatan Bjarmastígur. Ljóst er að þetta nafn Skátagil getur ekki verið mjög fornt þar eð Skátahreyfingin er rétt liðlega aldargömul. En við heimildaöflun í húsagreinar sl. sumar rakst ég á punkta í fundargerð Bygginganefndar sem líklega má rekja upphaf þessarar nafngiftar til.
Fyrst ber að nefna fundargerð vorið 1933 á fundi nr. 700. Þar lagði nefndin til að " [...] það sem bærinn á af gilinu milli Oddagötu og Bjarmastígs verði girt fallega af, ræktað og prýtt[...] " (Bygg.nefnd. Ak, 1933:700). Segir svo fátt af þessu ágæta gili fyrr en tæpum tveimur árum síðar; nefnilega á fundi Bygginganefndar þann 14.febrúar 1935. Var þá tekið fyrir erindi sem Skátasveitin Fálkar lagði inn fyrir nefnd þar sem þeir sækja um að taka hluta þessa gils "í fóstur" þ.e. sjá um ræktun og umhirðu skákar þessarar fyrir bæinn. Á móti fékk skátasveitin, sem Jón Norðfjörð veitti forystu, að reisa þarna tjaldbúðir og hafa þarna e.k. athafnasvæði. Líklegast þykir mér að Fálkar hafi strax um vorið hafist handa við útplöntun og ræktun. Nú þekki ég ekki hvort einhver þeirra trjáa sem fálkar plöntuðu eru enn uppistandandi í gilinu en vel er þetta svæði gróið. Elsta heimildin sem ég finn á timarit.is, þar sem Skátagilið er nefnt er frá vorinu 1949, úr Alþýðumanninum 24.maí 1949.
Ég fæ ekki séð að gilið hafi borið annað nafn áður. Í bókunum Bygginganefndar er aðeins talað um gilið eða spilduna á milli þessara tveggja gatna, Oddagötu og Bjarmastígs. Í öndvegisriti Steindórs Steindórssonar, er Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs er heldur ekki minnst á nokkurt annað nafn á Skátagili.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 700, 20.maí 1933, Fundur nr. 735, 14.feb. 1935. Óprentað og óútgefið. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Steindór Steindórsson (1993). Akureyri: höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík, Örn og Örlygur.
Svipmyndir úr Skátagilinu með þessari færslu eru teknar á góðviðrisdegi haustið 2015. Á efstu mynd er horft upp gilið af göngubrúnni, sem tengir Oddagötu og Bjarmastíg neðst í fyrrnefndu götunni.
Að neðan: Lerkitré mikið neðarlega í Skátagilinu og handrið fyrrgreindrar brúar.
Neðst í Skátagilinu stendur Hafnarstræti 107b; Ingimarshús og þar er rekið hið stórskemmtilega kaffihús Kaffi Ilmur.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 324
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.