Skátagilið; sagan á bakvið nafnið.

Ekki eru mörg örnefni kennd við skáta. En ofan við Miðbæinn á Akureyri má hins vegar finna Skátagil. Gilið er eitt fjölmargra gilja og gildraga sem skera Akureyrarbrekkuna og jafnframt þeirra nyrst.  Liggur það á að giska 70-80m norðan Grófargils eða "Listagilsins eða einfaldlega Gilsins" sem kallað er. Á milli þessara gilja er melbrekkutunga - sem mér skildist einhvers staðar, einhvern tíma að kallaðist Skessunef. Þar liggja göturnar Oddagata og Gilsbakkavegur en á norðurbarmi Skátagils er gatan Bjarmastígur. Ljóst er að þetta nafn Skátagil getur ekki verið mjög fornt þar eð Skátahreyfingin er rétt liðlega aldargömul.  En við heimildaöflun í húsagreinar sl. sumar rakst ég á punkta í fundargerð Bygginganefndar sem líklega má rekja upphaf þessarar nafngiftar til.  

     Fyrst ber að nefna fundargerð vorið 1933 á fundi nr. 700.P9290002 Þar lagði nefndin til að " [...] það sem bærinn á af gilinu milli Oddagötu og Bjarmastígs verði girt fallega af, ræktað og prýtt[...] " (Bygg.nefnd. Ak, 1933:700). Segir svo fátt af þessu ágæta gili fyrr en tæpum tveimur árum síðar;  nefnilega á fundi Bygginganefndar þann 14.febrúar 1935.  Var þá tekið fyrir erindi sem Skátasveitin Fálkar lagði inn fyrir nefnd þar sem þeir sækja um að taka  hluta þessa gils "í fóstur" þ.e. sjá um ræktun og umhirðu skákar þessarar fyrir bæinn. Á móti fékk skátasveitin, sem Jón Norðfjörð veitti forystu, að reisa þarna tjaldbúðir og hafa þarna e.k. athafnasvæði. Líklegast þykir mér að Fálkar hafi strax um vorið hafist handa við útplöntun og ræktun. Nú þekki ég ekki hvort einhver þeirra trjáa sem fálkar plöntuðu eru enn uppistandandi í gilinu en vel er þetta svæði gróið. Elsta heimildin sem ég finn á timarit.is, þar sem Skátagilið er nefnt er frá vorinu 1949, úr Alþýðumanninum 24.maí 1949.

Ég fæ ekki séð að gilið hafi borið annað nafn áður. Í bókunum Bygginganefndar er aðeins talað um gilið eða spilduna á milli þessara tveggja gatna, Oddagötu og Bjarmastígs. Í öndvegisriti Steindórs Steindórssonar, er Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs er heldur ekki minnst á nokkurt annað nafn á Skátagili.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 700, 20.maí 1933, Fundur nr. 735, 14.feb. 1935. Óprentað og óútgefið. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri: höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík, Örn og Örlygur. 

Svipmyndir úr Skátagilinu með þessari færslu eru teknar á góðviðrisdegi haustið 2015. Á efstu mynd er horft upp gilið af göngubrúnni, sem tengir Oddagötu og Bjarmastíg neðst í fyrrnefndu götunni.

Að neðan: Lerkitré mikið neðarlega í Skátagilinu og handrið fyrrgreindrar brúar.

P9290003

Neðst í Skátagilinu stendur Hafnarstræti 107b; Ingimarshús og þar er rekið hið stórskemmtilega kaffihús Kaffi Ilmur.

.P9260240

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband