Hús dagsins: Glerárgata 5

 

Á bakvið hinn valinkunna Sjalla standa tvö sambyggð timburhús, sem snúa hvort í sína áttina. Nyrðra hús snýr N - S en syðra húsið A-V. P4190001Hér er um að ræða Glerárgötu 5. Glerárgata var í upphafi 20.aldar ein af þvergötunum norður úr Strandgötu líkt og t.d. Lundargata, Norðurgata og Grundargata. Vitaskuld er hún enn í dag ein af þvergötum Strandgötu en með umtalsvert breyttu sniði því sl. 35 ár eða svo hefur Glerárgatan verið fjögurra akreina hraðbraut og gatan hluti af Þjóðvegi 1 gegn um Akureyri. Við þær framkvæmdir voru fjölmörg hús sem stóðu neðst við götuna rifin en meðal þeirra sem enn standa er hús nr. 5.

Glerárgata 5 er sem áður segir tvö sambyggð hús. Samkvæmt Fasteignaskrá er húsið sagt byggt árið 1900 en húsið kemur ekki fyrir í bókunum bygginganefndar fyrr en tíu árum síðar. EN árið 1910 fékk Bjarni Einarsson að reisa fjós og heyhlöðu á baklóð milli Glerárgötu og Túngötu, 10x11 álnir [ innskot: Áln eða alin er tæpir 63 cm, þ.a. grunnflötur hefur verið um 6,6x7,2m] að stærð, portbyggt með risi og “sje austurhlið paralell með húslínunni að vestanverðu við Glerárgötu” (Bygg.nefnd Ak. 1910:360). Bygginganefnd þótti einnig ástæða til að taka fram að ekki væri heimilt að girða með gaddavír. Hér er um að nyrðra húsið. Sextán árum síðar fær Bjarni leyfi til reisa geymsluhús sunnan við svonefnt Litla-Rússland, járnklætt á steinsteyptum kjallara, 9,4x6,3m. En þetta heiti, Litla- Rússland var þá komið á nyrðra húsið og enn í dag eru þekkja margir þessi hús þekkt undir því heiti. Samkvæmt þessu mun syðra húsið hafa verið byggt 1926 og þessi samstæða fengið það lag sem hún hefur nú.

En hvers vegna þetta ósamræmi milli Fasteignaskrár og bygginganefndar ? Mér detta í hug tvær ástæður. Annars vegar sú, að húsið hafi einfaldlega verið löngu risið þegar sótt var um byggingaleyfi. Það var raunar ekkert óalgengt nokkrum áratugum fyrr; í upphafi byggðar á Oddeyri, að hús væru reist og byggingarleyfi fengið í framhaldi af því, svona formsins vegna. Og líkast til var þetta enn minna mál þegar um var að ræða gripahús. Hitt gæti verið tilfellið að Bjarni hafi flutt hús, sem byggt var 10 árum fyrr, annars staðar frá á þessa lóð.

En Glerárgata 5 er semsagt timburhús á háum steinsteyptum kjallara eða jarðhæð. Nyrðra húsið er með háu risi og löngum en lágum kvistum með hallandi þaki báðu megin á þekja. Syðri hluti er aftur með lágu og aflíðandi risi. Í gluggum hússins eru krosspóstar. Bárujárn er á þaki en veggir bárujárns og timburklæddir. Húsin voru upprunalega reist sem geymslu- og gripahús en þarna hafa hinsvegar verið m.a. íbúðir, fasteignasala og um árabil var trésmíðaverkstæði rekið í húsinu. Þannig er ljóst að húsið hefur þjónað hinum ýmsu hlutverkum. Nú er íbúð á efri hæð nyrðra hússins en syðra húsið er að ég held nýtt sem geymsla. Húsið er líkast lítið breytt frá upprunalegri gerð, a.m.k. að utanverðu. Þess má geta að samkvæmt deiliskipulagi fyrir hinn svokallaða Sjallareit er gert ráð fyrir að húsið víki, en þegar þetta er ritað standa húsin enn á sínum stað. Myndin er hins vegar tekin 19.apríl 2014 eða fyrir nærri tveimur árum.

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1902-21. Fundur nr. 360, 27.júní 1910.

Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 587, 7.ágúst 1926.

Jón Sveinsson. 1955. “Jónsbók” (skrá yfir byggingarleyfi og önnur gögn varðandi fasteignir á Akureyri til ársins 1933).

Öll þessi rit eru varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband