Hús dagsins: Bjarmastígur 3

Um daginn skrifaði ég um Bjarmastíg 1 og mun ég halda áfram að skrifa um hús við Bjarmastíginn. Ég tek oddatölunúmerin fyrir í þessari umferð, en þau hús standa vestan megin götu. 

Bjarmastíg 3 reisti Baldur Svanlaugsson bifreiðasmiðP1100309ur árið 1939 eftir teikningum H. Halldórssonar, en freistandi er að álykta, að þar sé um að ræða Halldór Halldórsson, byggingameistara og bæjarverkfræðing. Upprunalegar teikningar eru ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu en þessar upplýsingar koma fram á breytingateikningum frá 1986. Húsið er tvílyft steinsteypuhús á kjallara og með aflíðandi einhalla þaki. Einfaldir, lóðréttir póstar með tvískiptum, opnanlegum fögum eru í gluggum en bárujárn er á þaki. Á framhlið eru tveir inngangar og steyptar tröppur upp að húsi og niður að götu, en húsið stendur eilítið inni á lóðinni. Bjarmastígur 3 er einfalt og látlaust hús og í góðri hirðu. Það stendur á nokkuð áberandi stað en húsin við Bjarmastíg „gægjast“ dálítið skemmtilega yfir húsin við Brekkugötu og í Miðbænum, sé horft t.d. frá Oddeyrinni. Tvær íbúðir eru í húsinu og hefur sú íbúðaskipan líkast til verið frá upphafi. Myndin er tekin þann 10.jan 2016.

 

 

 

 

Heimildir: Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinnihttp://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband