Hús dagsins: Brekkugata 25

Fyrir réttum 90 árum, þann 15.febrúar 1926 fékk Jón Sigurðsson ritari lóð við Brekkugötu og byggingarleyfi um sumarið sama ár. P1100314Ljósmynd sem tekin væri af Brekkugötunni ofanverðri haustið 1926 myndi líkast til sýna þessi tvö hús, númer 23 og 25 í byggingu eða hálfkláruð. En Jón fékk leyfi til að reisa steinsteypt íbúðarhús, 11,2x9m, háum kjallara og útbyggingu að vestan og portbyggðum kvisti. Teikningarnar af húsinu gerði Jónas Snæbjörnsson en upprunalegar teikningar eru ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu. Hér eru hins vegar útlitsteikningar frá 1999. Brekkugata 25 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara eða á jarðhæð með háu risi og miðjukvisti og  inngönguskúr á bakhlið. Einnig eru inngöngudyr á jarðhæð að framan, annars vegar fyrir miðju og nyrst. Yfir nyrðri inngangi er dyraskýli. Slíkt kann e.t.v. að bjarga lífi og limum, því snjór sem fellur af þetta háum þakkanti getur orðið ansi höggþungur. (Þetta er ofarlega í huga höfundar þegar þetta er ritað; nýlega mældist jafnfallinn snjór á Akureyri 102 cm).  Gluggar eru með tvískiptum krosspóstum og bárujárn er á þaki. Steyptir þakkantar eru bogadregnir, mögulega undir áhrifum frá jugend stíl en Húsakönnun 2015 flokkar húsið undir steinsteypuklassík. Á kvisti er letrað byggingarár hússins, 1926 en slíkt var raunar ekki óalgengt á árunum kringum 1930. Þessi áletrun  er þó seinni tíma skreyting. Brekkugata 25 er reisulegt og glæsilegt hús og nýtur sín vel á þessum stað. Þrjár íbúðir eru í húsinu, hver á sinni hæð. Myndin er tekin 10.jan. 2016.

 

Heimildir: Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu hús á Akureyri árið 1933. Handritað skjal, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun.  Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 509
  • Frá upphafi: 436904

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 340
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband