Hús dagsins: Brekkugata 45

Uppruna steinhússins á Brekkugötu 45 má rekja til hins 17.febrúar 1930, að Steinmar Jóhannsson og Helgi Kolbeinsson fá leigða lóð undir væntanlega húsbyggingu, „eftir nánari útmælingu“. Um sumarið sama ár fékk Steinmar leyfi til að reisa íbúðarhús á lóðinni, 9 x 7,70m skv. "framlagðri teikningu" en þá teikningu gerði Halldór Halldórsson.

P1100328

Brekkugata 45 er tvílyft steinsteypuhús með háu risi. Bárujárn er á þaki og krosspóstar eru í flestum gluggum. Undantekningar eru m.a. í risi en þar eru sexrúðupóstar. Það sem e.t.v. er mest ráðandi í svipgerð hússins er skraut beggja vegna glugga, n.k. falskir gluggahlerar úr timbri.  Þessi skemmtilegi umbúnaður  upphafi er seinni tíma viðbót frá um 1980  þessir hlerar lífga að mínum dómi mjög upp á húsið- sem er þar fyrir utan stórglæsilegt á allan hátt. Lóðin er auk þess vel gróin bæði runnum og trjám ( en þar sem meðfylgjandi mynd er tekin um hávetur er gróskan þar lítt áberandi ) Húsið er byggt sem íbúðarhús og hefur alla tíð verið nýtt sem slíkt. Húsið hefur alla tíð verið einbýlishús þó nokkrar fjölskyldur hafi búið þar samtímis fyrstu árin. Húsakönnun Akureyrarbæjar og Teiknistofu Arkitekta (sjá tengil hér að neðan) metur húsið í varðveisluflokki 1, þ.e. sem hluta af þeirri heild sem húsaröð Brekkugötunnar er. Þessi mynd er tekin sunnudaginn 10.janúar sl. en þann dag myndaði ég öll húsin við Brekkugötu 23-47 (að nr. 31 undanskildu, það hús myndaði ég sumarið 2010).

 

Heimildir

Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu hús á Akureyri árið 1933.

Bygginganefnd Akureyrarbæjar: Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 642, 17.2.1930, nr. 655, 21.7.1930.

Óprentaðar heimildir, varðveittar á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 424
  • Frá upphafi: 440781

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 202
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband