14.10.2016 | 11:25
Hús dagsins: Hrafnagilsstræti 6
Ég tók upp þá "vinnureglu" í fyrra eða hitteðfyrra að taka hús við ákveðnar götur fyrir í númeraröð. Mér þótti það hinsvegar lítt spennandi til lengdar og tek ég þau nú fyrir tilviljunarkennt, líkt og árin þar áður. Ég held mig þó við Oddeyrargötuna og Hrafnagilsstrætið að mestu þessar vikurnar. Það er auðvitað þægilegra að hafa færslurnar í húsnúmeraröð - en hins vegar mun ég væntanlega taka saman yfirlitsfærslu með tenglum um flestallar þær götur sem ég hef fjallað um. Nú berum við niður við Hrafnagilsstrætið...
Á Hrafnagilsstræti 6 stendur veglegt steinhús í funkisstíl, en það byggði Hermann Stefánsson íþróttakennari árið 1933. Það er í hópi fyrstu húsa á Akureyri sem byggð eru í funkisstíl og [...] byggt á mörkum þess tíma þegar funksjónalisminn var að ryðja sér til rúms var að taka við af klassík sem byggingarlist (Hanna Rósa Sveinsdóttir, 2016: 66). Það er mögulega táknrænt, að upphaflega stóð til að húsið yrði ein hæð á háum kjallara og með háu risi, ekki ósvipað húsum nr. 4, 8 og 10. Hermanni var veitt leyfi sumarið 1932 til að reisa hús í þeim stíl en rúmu ári síðar sækir hann um leyfi til breytinga á útliti hússins, þ.e. það verði tvær hæðir á kjallara. Til þess að svo mætti verða, þurfti að sækja um undanþágu til skipulagsnefndar. Þegar Bygginganefnd kom aftur saman á fundi þremur vikum síðar var eftirfarandi bókun skráð Skipulagsnefnd veitir Hermanni Stefánssyni undanþágu að byggja hús samkvæmt framlagðri teikningu er sýnir flatt þak, að því tilskildu að þakloftið verði steypt með mjórri þakbrún eða engri og hæð þess frá götu verði ekki yfir 7m (Bygg.nefnd Akureyrar, 16.9.1933: nr.707) Hermann varð einnig að senda inn nýjan uppdrátt. Ekki er ólíklegt, að það sé uppdrátturinn sem aðgengilegur er á Landupplýsingakerfinu Hann sýnir legu hússins á horni Hrafnagilsstrætis og Bæjarstrætis (sem síðar hlaut nafnið Laugargata) og afstöðu herbergja; á neðri hæð voru stofur og eldhús en á efri hæð svefnstofur og gengt út á svalir úr einni þeirra, og baðherbergi eða bað og wc eins og það kallast á teikningum.
Hrafnagilsstræti 6 mætti lýsa sem tvílyftu steinsteypuhúsi á háum kjallara með flötu þaki. Þó er á húsinu aflíðandi valmaþak, mögulega hugsað til að snjór eða úrkoma eigi greiða leið af þakfleti. Algjörlega flöt þök eru nefnilega alls ekki þau sem henta best íslensku veðurlagi; á norðlenskum vetrum getur snjófarg numið mörgum tonnum á 70-100 fermetra flötum, að ekki sé minnst á herlegheitin þegar hlánar og/eða vorar. Bárujárn er á þaki en einfaldir lóðréttir póstar eru í gluggum, forstofubygging er á austurhlið og steyptar tröppur upp að dyrum. Svalir eru til suðurs og vesturs á efri hæð. Helstu einkenni funkisstefnunar hér, horngluggarnir, eru á sínum stað og eru þeir á austur og vesturhornum, mót suðri. Húsið tengist bílskúr sem stendur norðan við með einlyftri byggingu. Húsið er allt hið glæsilegasta að sjá og í mjög góðri hirðu. Sem hornhús nýtur það sín vel úr hvorri götunni og lóðin er einnig vel gróin og snyrtileg. Fyrr á þessu ári var gefin út Húsakönnun fyrir hinn svokallaða MA-reit. Þar er húsið metið með mjög hátt varðveislugildi, 7.stig, m.a. sem eitt hinna fyrstu funkishúsa á Akureyri. Meðfylgjandi myndir tók ég á góðviðrisdegi sl. Vor, þ.e. Þann 18.maí og sýna þær húsið annars vesturhlið hússins, er snýr að Laugargötu, annars vegar og framhlið (Hrafnagilsstrætishliðina) hins vegar. Sú hlið snýr mót suðri.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 680- 8.ágúst 1932,nr.706- 26.ág. 1933,nr.707- 16.sept 1933.
Óútgefið, óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri
Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók. Handrit Jóns Sveinssonar bæjarstjóra um lóðaúthlutanir og byggingar á Akureyri til ársins 1933.
Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.