23.1.2017 | 07:22
Hús dagsins: Aðalstræti 82
Fram á miðja 20.öld stóð lengi vel eini torfbærinn á Akureyri á Aðalstræti 82, Syðstahús eða Sibbukofi- nefndur svo eftir Sigurbjörgu Jónsdóttur sem bjó þar allan sinn aldur en hún lést 1944. Nú stendur hins vegar á þessari syðstu lóð Aðalstrætis - og lengi vel syðstu lóð innan þéttbýlis á Akureyri reisulegt steinsteypuhús.
Aðalstræti 82 reisti Jón Sveinsson, fyrrverandi bæjarstjóri árin 1951-52 eftir teikningum Bárðar Ísleifssonar. Sú teikning er ekki aðgengileg á Landupplýsingakerfinu, en hér má finna raflagnateikningu frá 1952 sem sýnir nokkurn vegin upprunalega herbergjaskipan. Húsið mun eiga systkini í Reykjavík en það er byggt eftir sömu teikningu og svokallaðir Prófessorabústaðir við Oddagötu og Aragötu í grennd við Háskóla Íslands. En Aðalstræti 82 er einlyft steinsteypuhús með lágu risi og háum kjallara undir hluta hússins, raunar mætti tala um jarðhæð undir austasta hluta hússins. Húsið er tvær eða þrjár álmur, eystri álma snýr stöfnum N-S, líkt og sú vestari sem er einlyft með lágu risi. Miðálman snýr mæni A-V. Vestari álma er raunar viðbygging, byggð um 1990 eftir teikningum Sigtryggs Stefánssonar. Flestir gluggar eru með lóðréttu miðfagi, með opnanlegu þverfagi öðru megin; ýmist ofan eða neðan. Á vesturálmu er mikið gluggastykki sem snýr mót suðri. Bárujárn er á þaki. Inngangar eru m.a. á austurhlið og norðurhlið og að þeim eru steyptar tröppur frá götu og stétt. Húsið er klætt perluákasti eða steinmulningi.
Sem áður segir reisti Jón Sveinsson þetta hús. Hann hafði tveimur áratugum fyrr reist hús við Hrafnagilsstræti en bjó í millitíðinni lítið eitt norðar við Aðalstræti á nr. 72. Ein helsta heimildin, sem ég notast við þegar ég vinn þessa pistla sem hér birtast er svonefnd Jónsbók. Hana vann Jón ásamt konu sinni, Fanneyju Jóhannesdóttur, árin 1945-55. Ekki er ekki óvarlegt að áætla, að hluti þeirrar vinnu hafi farið fram á heimili þeirra hér í Aðalstræti 82. Í Jónsbók er hægt að fletta upp hverju einasta húsi eða lóð á Akureyri árið 1933- eða um það leyti sem Jón lét af embætti bæjarstjóra. Þar er tilgreind upprunasaga húss sem þá stendur á lóð, þ.e. hver fékk byggingarleyfi og hvenær, og einnig er þess getið, ef bókuð hafa verið leyfi fyrir breytingu á viðkomandi húsum. Þetta eru tvær 250 blaðsíðna handskrifaðar bækur, sem varðveittar eru á Héraðsskjalasafninu. (Þess má geta, að ekki eru neinar heimildir um núverandi hús við Aðalstræti 82 í Jónsbók enda húsið reist löngu eftir þann tíma sem sú bók miðast við). Kannski var þetta verk Jóns vísir að fyrstu húsakönnun sem unnin var á Akureyri. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, einbýlishús og haldið vel við. Þrátt fyrir að vera komið á sjötugsaldur er húsið í hópi yngstu húsa við Aðalstræti- sem er önnur elsta gata bæjarins. Húsið er glæsilegt og reisulegt og til mikillar prýði og garðurinn væri raunar efni í annan pistil. Hann er raunar líkastur lystigarði, lóðin er afar víðlend (2793 fermetrar skv. Fasteignaskrá) og nær hátt upp í brekkuna ofan við. Hún er öll vel gróin alls konar trjágróðri og skrautjurtum. Ég hef ekki getað séð annað, þegar ég á þarna leið um að sumarlagi að garðurinn sé vel hirtur og snyrtilegur. Eins og raunar húsið sjálft. Skv. Húsakönnun sem gerð var árið 2012 um Innbæinn (byggir að hluta á eldri könnun frá 1985 og gefin var út á bók) er húsið sagt Samstæð hús og heild sem lagt er til að vernda með hverfisvernd í deiliskipulagi (Hjörleifur Stefánsson og Hanna Rósa Sveinsdóttir 2012: 71). Meðal trjágróðurs á lóð er mikill grenilundur sem stendur norðan við húsið. Líklega er þarna um að ræða sitkagreni, en trén eru býsna há, gætu verið nærri 20 metrum. Myndirnar með færslunni eru teknar á Uppstigningardag, 14.maí 2015.
Heimildir: Hjörleifur Stefánsson og Hanna Rósa Sveinsdóttir. 2012. Húsakönnun- Fjaran og Innbærinn. Aðgengilegt á vefnum á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Innbaer/Innbaer_husakonnun.pdf
Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri: höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 17
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 466
- Frá upphafi: 436805
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 297
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.