Hús dagsins: Hamarstígur 2

Árið 1930 fékk Steinþór Guðmundsson skólastjóri lóð og byggingarleyfi á mótum Hamarstígs og Munkaþverárstræti, en síðarnefnda gatan liggur til norðurs út frá Hamarstíg rétt upp af Oddeyrargötu. P1210490Fékk Steinþór leyfi til að reisa íbúðarhús úr steinsteypu, 9x8,4m einlyft með háu risi, kvisti og forstofu að vestan. Teikningarnar gerði Halldór Halldórsson í mars 1930, en þær eru ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu.

   Hamarstígur 2 er einlyft steinsteypuhús með háu risi og stendur á háum kjallara. Á framhlið er miðjukvistur en tveir smærri kvistir á bakhlið. Stafn framkvists er stallaður, líkt og á næsta húsi nr. 4, sem er mikið stærra og umfangsmeira hús. Á vesturhlið er einlyft forstofubygging með flötu þaki og svalir ofan á henni, en inngöngudyr eru sunnan á forstofuskúr og á bakhlið. Krosspóstar eru í gluggum og bárujárn á þaki, en veggir múrsléttaðir. Efst á kvisti og á stöfnum er smágluggar, ferningslaga á stöfnum en þríhyrndur á kvisti. Líklega er húsið að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð en smávægilegar breytingar voru gerðar innandyra skv. þessum teikningum hér- auk þess sem gluggar voru færðir til upprunalegs horfs. Húsið hefur alla tíð verið einbýlishús en líkt og gekk og gerðist voru einstaka herbergi leigð út á fyrri árum. Hér má finna ríflega 80 ára auglýsingu þar sem er t.d. auglýst herbergi uppi á Hamarstíg 2 sem hentugt væri fyrir tvo skólapilta og einnig að þeir geti fengið þjónustu og fæði á sama stað. Hamarstígur 2 er reisulegt og traustlegt hús og virðist í góðri hirðu á allan hátt og í Húsakönnun 2015 fær það umsögnina “fallegt hús og vel viðhaldið” (Akureyrarbær, Teiknistofa, Gylfi Guðjónsson o.fl. 2015: 59) og getur sá sem þetta ritar svo sannarlega vel tekið undir það. Lóðin er stór og vel gróin þó það sjáist e.t.v. ekki svo glöggt á meðfylgjandi mynds sem tekin er í janúar. Fremst á lóð eru tvö gróskumikil tré sem ég þori ekki að tegundagreina en fljótt á litið myndi ég giska á silfur- eða gráreyni. Meðfylgjandi mynd er tekin þann 21.janúar 2017.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1921-30. Fundur 636, 22.apríl 1930.

Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55).

Tvö ofantalin rit eru óprentaðar heimildir, varðveittar á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 476
  • Frá upphafi: 436815

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 305
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband