12.3.2017 | 15:06
Hús dagsins: Hamarstígur 6
Neðst við Hamarstíg norðanverðan standa þrjú reisuleg steinhús, byggð í upphafi fjórða áratugarins. Þau eru öll með steinsteypuklassísku lagi; einlyft með háu risi og miðjukvisti en hvert og eitt með sínu lagi og yfirbragði. Halldór Halldórsson teiknaði tvö þeirra þ.e. Nr. 2 og 4 en Hamarstíg 6 teiknaði Guðmundur Frímannsson.
Árið 1931 fengu þeir Jóhann Frímann skólastjóri Iðnskólans á Akureyri og Kristinn Þorsteinsson lóð og byggingarleyfi við Hamarstíg, vestan við hús Halldórs Halldórssonar þ.e. Hamarstíg 4. Af einhverjum ástæðum lagðist bygginganefnd gegn því, að þeim yrði leigð lóðin en meirihluta bæjarstjórnar féllst á það. Á næsta fundi bygginganefndar var þeim Jóhanni og Kristni leyft að reisa hús á lóðinni, á einni hæð með kvisti, byggt úr r-steini á steyptum kjallara, 14x7,5 að stærð. Sem áður segir teiknaði Guðmundur Frímannsson Hamarstíg 6, sem er parhús og skipt eftir miðju í austur- og vesturpart, og hafa teikningarnar varðveist. Þar má sjá, að í hvorum hluta hússins er gert ráð fyrir kontór inn af forstofu að framan. Þá eru tvö eldhús í hvorum hluta, þ.e. á hvorri hæð. Þannig virðist gert ráð fyrir að a.m.k. tvær fjölskyldur búi í hvorum hluta hússins, enda er það nokkuð stórt á mælikvarða þess tíma sem það er byggt. Húsið hefur frá upphafi skipst í tvo eignarhluta en Jónsbók tilgreinir ekki hvernig húsið skiptist milli þeirra Jóhanns og Kristins, þ.e. hvor bjó í hvorum hluta.
Hamarstígur 6 er reisulegt steinhús, byggt 1931-32, á háum kjallara og með háu risi og miðjukvisti að framan og forstofubyggingu fyrir miðju, steyptar tröppur eru upp að henni. Þar ofan á eru svalir með skrautlegu steyptu, upprunalegu handriði. Forstofutröppur eru einnig rammaðir inn með sams konar handriði. Á bakhlið inngönguskúr með aflíðandi einhalla þaki og á þaki miklir sambyggðir kvistir með einhalla þaki, sem ná eftir nærri allri þekju hússins. Munu þeir hafa verið frá upphafi að hluta, þ.e. kvistur á hvorum hluta hússins en í Húsakönnun 2015 kemur fram, að þeir hafi verið stækkaðir 1937. Á bakhlið eru einfaldir þverpóstar en á framhlið eru margskiptir póstar. Húsið lítur vel og virðist í góðri hirðu. Í áðurnefndri Húsakönnun fyrir Neðri Brekku segir að húsið myndi skemmtilega heild ásamt nr. 4, sem einnig er stórt parhús með miðjukvisti. Að framan virðist húsið nánast frá upprunalegri gerð en er þó í góðu standi. Lóðin er stór og vel gróin, má þar finna birki- og reynitré.
Á bakvið húsið, og raunar þessi þrjú neðstu hús við Hamarstíg er skemmtilegur grænn blettur, sem afmarkast af Hamarstíg í suðri, Helgamagrastræti í vestri, Bjarkarstíg í norðri og Munkaþverárstræti í austri. Er þetta sannkallaður sælureitur sem ég veit að börn í þessum götum hafa mikið til leikja um áratugaskeið. Nú væri gaman að vita það, hvort einhver lesenda kannaðist við það, að túnblettur þessi beri eitthvert nafn ? Í trjágöngu Skógræktarfélags Eyjafjarðar um Neðri Brekku að morgni 31.ágúst 2013 var áð á þessum stað og boðið upp á ketilkaffi og meðlæti. Ekki tók ég nú myndir af því skemmtilega samsæti, en hins vegar notfærði ég mér það, að þessi staður býður upp á skemmtilega yfirsýn yfir Oddeyri. Myndina af Hamarstíg 6 tók ég hins vegar þann 14.janúar 2017.
Heimildir:
Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1930-35. Fundur 670, 21.sept 1931, nr. 671 5.okt. 1931.
Óprentað, óútgefið. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55).
Óprentað, óútgefið. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 472
- Frá upphafi: 436827
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 303
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.