Í röðinni - sönn gamansaga.

Það var einhverju sinni sl. haust að ég var staddur í [Nettó] Hrísalundi í stórinnkaupum. Í slík innkaup nota ég oft 60 lítra bakpoka. Hann er mikið umhverfisvænni kostur til innkaupa en plastpokarnir - sem ég viðurkenni að ég notast einnig við- og heldur hentugri til burðar. Á meðan jörð er auð nota ég oft hjólið sem ferðamáta - og þá er bakpokinn eiginlega eini möguleikinn til vöruflutninga.  Í þetta skiptið var ég einmitt hjólandi- og nennti ekki að spenna hjálminn af inni í versluninni.  Það er ekki sama hvernig hinum ýmsu matvörum er raðað í bakpoka- þ.a. úr verður stundum tímafrekt púsluspil- sem ekki er vel séð í kassaröð. Á eftir mér var nefnilega maður sem talaði í síma og var greinilega að flýta sér. M.a. heyrði ég "...það er einhver helvítis hjólatúristi á undan mér að reyna að troða einhverjum dósum í bakpoka!" Eftir að hafa raðað í pokan bað ég umsvifalaust um einn Vikudag á íslensku- og var bara þó nokkuð skemmt yfir skömmustusvip- og andlitsroða mannsins. smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég var að kaupa í Bónus á Smiðjuvegi og hópur af útlendum karlmönnum fyrir utan verslunina á háværu skrafi,en sífellt skyrpandi á stéttina fyrir framan inngöngu dyrnar.Ég hefði aðeins áminnt þá hefðu þeir verið íslendingar.

Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2017 kl. 01:45

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já svoleiðis athæfi er náttúrulega ekki bara dónaskapur heldur argasti sóðaskapur í ofanálag (að ekki sé minnst á smithættu sem hlýst af). Í verslunarferðum eða öðrum stöðum sem teljast "almannafæri" sér maður stundum ýmislegt miður skemmtilegt,sumir eru bara "eitt stórt ég" og láta sig samferðafólk sitt litlu varða. En til allrar lukku er það þó að ég hygg minnihluti fólks.    

Arnór Bliki Hallmundsson, 19.3.2017 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 475
  • Frá upphafi: 436830

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 304
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband