19.3.2017 | 16:43
Hús dagsins: Krabbastígur 1
Það eru ekki margar götur á Akureyri kenndar sjávardýr, en á milli Oddeyrargötu og Munkaþverárstrætis liggur stutt og mjó gata sem nefnist Krabbastígur skáhallt til NV upp brekkuna. Hún liggur á milli 8 og 10 við Oddeyrargötu og við hana standa einungis þrjú hús sem ég ljósmyndaði einn laugardag í janúar sl. og hyggst birta hér á næstu dögum (Reyndar myndaði ég hús nr. 1 í gær þ.s. Mér þótti fyrri mynd einfaldlega ekki nógu góð).
Krabbastíg 1 reistu í félagi þeir Jóhann Jónsson og Kristján Helgason árið 1930. Síðsumars 1929 fær sá fyrrnefndi lóð sunnan Krabbastígs, beint á móti lóð Gests Bjarnasonar (þ.e. Krabbastígur 2). Jóhanni er einnig veitt leyfi til að reisa íbúðarhús, skv. meðfylgjandi teikningu og lýsingu. Húsið skyldi vera úr steinsteypu, ein hæð með risi og á háum kjallara, 13,90x8m að stærð. Húsið var (og er) parhús, skipt í miðju og í Jónsbók er Jóhann Jónsson skráður fyrir Krabbastíg 1A og Kristján og Bernharð Helgasynir búa í 1B þ.e. vesturhluta. Teikningar sem varðveist hafa af húsinu eru óáritaðar en þær sýna herbergjaskipan neðri hæðar ("kjallara") og hæðar, en inngangur var á göflum, eldhús, bað og geymslur en stofa og svefnherbergi á hæð. Ris hefur að öllum líkindum verið óinnréttað í upphafi.
Krabbastígur 1 er tvílyft steinsteypuhús með háu risi. Veggir eru múrsléttaðir, veggir jarðhæðar eru eilítið þykkri og þ.a.l. kantur á útveggjum á hæðarskilum. og bárujárn á þaki, og krosspóstar eru í gluggum. Einn gluggi er undir mæni hvoru megin og tveir smáir súðargluggar beggja vegna risglugga.
Krabbastígur 1 mun vera fyrsta húsið á Akureyri sem byggt var skv. lögum um verkamannabústaði en þau tóku gildi árið 1929, sama ár og byggingaleyfi var veitt fyrir húsinu. Hér má lesa frumvarp Héðins Valdimarssonar til laga um verkamannabústaði frá fyrstu hendi af vef Alþingis. Líklega eru þekktustu húsin, sem reist voru eftir þessum lögum Verkamannabústaðirnir við Hringbraut og við Vallagöturnar í Vesturbæ Reykjavíkur. Það myndi líklega ekki veita af sambærilegum lögum og aðgerðum í húsnæðismálum í dag og farið var í þarna, fyrir tæpum 90 árum! En nóg um það.
Ég nota vefinn timarit.is mikið til að kanna , hvort einhver verslun eða þjónusta hafi verið starfrækt í húsunum sem skrifað er um. Hafi slíkt verið auglýst í blöðum er má að öllum líkindum finna þær auglýsingar þar. Þegar heimilisfanginu Krabbastíg 1 er flett upp á timarit.is birtast 62 niðurstöður, m.a. um herbergi til leigu, tilkynningar um stórafmæli o.þ.h. Ein elsta heimildin sem timarit.is finnur um Krabbastíg 1 er í skátablaðinu Akurliljunni, sem skátaflokkurinn Fálkar gaf út árið 1932. Þar er auglýst til sölu rúm með fjaðradýnu og borðstofuborð.
Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, og íbúðaskipan líklega lítt breytt frá upphafi. Að ytra byrði er húsið svo til óbreytt frá upphafi a.m.k. miðað við upprunalegar teikningar- þar eru að vísu margskiptir gluggapóstar en krosspóstar nú en gluggasetning og staðsetning dyra er óbreytt sem og þak. Húsið er í mjög góðri hirðu, m.a. hefur þak nýlega verið endurnýjað. Húsið stendur alveg út við götubrún og á húsinu má, þegar þetta er ritað síðla vetrar 2017, sjá miða sem varar við snjó og klakahruni af þaki.(sjá til hliðar) Frábært framtak íbúa Krabbastígs 1 því þetta er hætta sem ég hef grun um að margir vanmeti. Því blautur snjór og grýlukerti eru býsna massamikil og verða raunar eins og fallbyssukúlur við fall af háum þakbrúnum. Húsakönnun 2015 metur húsið með varðveislugildi 1 þ.e. miðlungs enda er Krabbastígur 1 hið glæsilegasta hús og til prýði í umhverfinu. Myndin er tekin þann 18.mars 2017.
Heimildir:
Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1921-30. Fundur 636, 20.ágúst 1929.
Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55).
Tvö ofantalin rit eru óprentaðar og óútgefnar heimildir, varðveittar á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 21
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436847
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 318
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.