Útsýni af klöppum Brekkunnar.

Síðasta húsafærsla og nokkrar næstu verða um hús við Klapparstíg. Því er ekki úr vegi að skrifa eins og einn lítinn myndaþátt um klappir bæjarins.  Innan bæjarlands Akureyrar má finna ógrynni klappa og hvalbaka - sköpunarverk ísaldarskriðjökla. Nyrst á Brekkunni eru nokkrar voldugar klappir s.s. Hamarkotsklappir og ofar eru Skipaklöpp og Háaklöpp. Allt eru þetta fyrirtaks útsýnisstaðir- svo sem sjá má á eftirfarandi myndum.

P6210360

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er horft til norðurs frá Hamarkotsklöppum um miðnæturbil 21.júní 2016.

P6210361

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til suðurs frá Hamarkotslöppum neðri á Sumarsólstöðum 2016. Hvers vegna segi ég Hamarkotsklöppum neðri ? Jú, vegna þess að Hamarkotsklappir eru samheiti klapparholta sem ná frá svæðinu við Byggðaveg neðanverðan og Ásveg og að Gleráreyrum. Þessi hluti klappanna, sem í daglegu tali er kallaður Hamarkotsklappir kallast raunar Myllunef. (Sbr. Akureyri ; Höfuðborg hins bjarta norðurs e. Steindór Steindórsson, bls. 221).

P2250510

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Útsýn til hánorðurs af Hamarkotsklöppum (efri) vestan og ofan Þórunnarstrætis. Myndin er tekin síðdegis laugardaginn 25.febrúar 2017.

PA230473

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í gildragi nokkru ofan Klettaborgar liggur skemmtilegur malarstígur upp að norðurenda Mýrarvegar á Brekkunni. Þar austan megin er klöpp nokkur, skógi girt, sem er ágætur útsýnisstaður. Ég hef alla tíð verið þannig að ég verð ævinlega að vita nöfn hverra þeirra náttúrufyrirbrigða sem á vegi mínum verða, hæð fjalla og byggingarár húsa og var lengi vel viðþolslaus að vita ekki hvað þessi klöpp héti- eða hvort hún bæri nafn. Um daginn hugkvæmdist mér svo að fletta upp í "Akureyrarbók" Steindórs Steindórssona og þar var svarið (en ekki hvað): Skipaklöpp

PA230478

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er horft til SV af Skipaklöpp. Í forgrunni blokkir við Mýrarveg og hús við Kambsmýri. Myndirnar af Skipaklöpp eru teknar þann 23.okt 2016.

P3180505

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Háaklöpp nefnist klöpp nokkur sunnan og ofan Sólborgar. Hún er 84 m y.s. og líklega með betri útsýnisstöðum innan þéttbýlismarka Akureyrar. Hér er horft til austurs af henni 18.mars 2017.

P3180516

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Horft í hánorður af Háuklöpp. Borgir, rannsóknarhús Háskólans á Akureyrar í forgrunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Arnór Bliki.

Það er þér að þakka að í morgun gekk ég á allar klappirnar frá austri til vesturs. Þrátt fyrir 40 ára búsetu á Akureyri hef ég ekki gert það áður en ég mun gera það aftur.

Með kveðju.

Sigurður Bjarklind.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 2.4.2017 kl. 12:21

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæll Sigurður.

Virkilega gaman að heyra (eða öllu heldur lesa) þetta- það er alltaf ánægjulegt að vita til þess að skrifin manns veiti ánægju og vekji áhuga- í þessu tilfelli- á gönguleiðum. Mér fannst einmitt tilvalið að birta myndir frá þessum klöppum, því ég er viss um að margir bæjarbúar vita ekki af þeim og hversu skemmtilegir áningar- og útsýnisstaðir þær eru. (Þar á ég við efri klappirnar- flestir þekkja auðvitað Hamarkotsklappir neðri). 

Bestu kveðjur,

Arnór Bliki.

Arnór Bliki Hallmundsson, 2.4.2017 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 496
  • Frá upphafi: 436891

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 328
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband