5.4.2017 | 07:55
Hús dagsins: Klapparstígur 3
Í síðustu færslu tók ég fyrir nokkrar helstu klappir Brekkunnar á Akureyrar. Sumar þeirra eru fáfarnar en líklega þekkja flestir Akureyringar- og aðrir staðkunnugir hér - Hamarkotsklappir norðan Akureyrarvallar, þar sem finna má styttuna af Helga magra og Þórunni Hyrnu og hringsjá og fánastöng. Klapparstígur liggur utan í hæðinni sunnan við Hamarkotsklöpp (sem raunar heitir Myllunef), ofan við Akureyrarvöll og dregur nafn sitt af klöppinni. Gatan sveigir til austurs af ofanverðri Brekkugötu. Einungis fjögur hús standa við Klapparstíg og mun ég taka þau fyrir eitt af öðru í næstu færslum. Klapparstíg 1 tók ég fyrir í síðustu færslu og hér er komið að næsta húsi nr. 3.
Klapparstíg 3 reistu þeir Jón Ingimarsson og Aðalsteinn Tryggvason árið 1933. Þeir fengu í lok júlí það ár leyfi til að reisa hús á leigulóð sinni og þá hugðust þeir reisa hús á einni hæð á kjallara með porti og kvistum. Líklega hefur því húsi átt að svipa til eina hússins sem þá var þegar risið á Klapparstíg, þ.e. nr. 1. Enda lagði Bygginganefnd það til, að þeir skyldu reisa hús svipað og þau sem fyrir væru á þessu svæði, þegar þeir fengu lóðina úthlutaða. En um mánuði eftir að þeir Aðalsteinn og Jón fengu byggingaleyfið sækja þeir um að fá byggingaleyfi breytt, þ.a. fyrirhugað hús verði tvílyft með flötu þaki, en Bygginganefnd vísar þeirri beiðni áfram til Skipulagsnefndar. Þá þegar voru tilbúnar teikningar að húsi með flötu þaki, en þær eru dagsettar 11.ágúst 1933. Það þarf kannski ekki að tíunda það hér hvert svar nefndanna var, það liggur nefnilega í augum uppi fyrir hvern þann sem ber húsið augum. En þann 16.september 1933 er þeim Aðalsteini og Jóni heimilað að reisa húsið með flötu þaki- með því skilyrði að þakbrík yrði ekki hærri en 50cm. Teikningarnar sem vísað er til hér að framan gerði Stefán Reykjalín en þarna var líklega um frumraun hönnuðarins að ræða, því Stefán var aðeins 19 ára þegar hann teiknar húsið (Sbr. Ak.bær, Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson o.fl. 2015: 22).
Klapparstígur 3 er tvílyft steinsteypuhús í nýklassískum stíl, með flötu þaki og á lágum kjallara. Veggir eru klæddir spænskum múr, og breiðir krosspóstar með skiptum póstum í efri fögum í gluggum. Inngöngudyr á vesturhlið og steyptar tröppur að honum. Á þakbrún er steypt skrautkögur sem gefur húsinu skemmtilegan svip. Húsið er að því er virðast óbreytt frá upprunalegri gerð, borið saman við teikningarnar frá 1933, gluggapóstar eru samskonar og gluggasetning virðist fljótt á litið óbreytt frá upphafi. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, ein íbúð á hvorri hæð og sjálfsagt ófáir búið hér í lengri eða skemmri tíma. Íbúar hússins hljóta að teljast vel í sveit settir hvað varðar íþróttaviðburði á Akureyrarvelli því við suðurgluggar hússins eru beint upp af áhorfendabekkjum vallarins og mætti eflaust líkja við VIP stúkusæti :) Húsinu er vel við haldið og til mikillar prýði á áberandi stað, og sömu sögu er að segja af lóð sem er vel gróin t.d. stendur gróskumikið reynitré á suðvesturhorni lóðarinnar. Myndin er tekin þann 14.janúar 2017.
Heimildir:
Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr.702, 29.júní 1933.
Fundur nr. 703, 27.júlí 1933. Fundur nr. 706, 26.ágúst 1933. Fundur nr. 707, 16.sept. 1933.
Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 13
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 504
- Frá upphafi: 436899
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 336
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.