Hús dagsins: Klapparstígur 7

Nyrsta húsið við Klapparstíg, og jafnframt það yngsta, er Klapparstígur 7.P4010508 Húsið stendur á fimmtugu í ár en það byggðu þau Ófeigur Baldursson og Þorbjörg Snorradóttir árið 1967, eftir teikningum Mikaels Jóhannessonar. Klapparstígur 7 flokkast undir módernískt hús, tvílyft steinsteypuhús með flötu þaki og stórum gluggum með einföldum póstum. Inngöngudyr er á efru hæð og þangað eru steyptar tröppur frá götu og mikla svalir eða sólpallur til suðvesturs. Á efri hæð eru stórir stofugluggar til “sólarátta”; suðurs og austurs en fjórir minni gluggar á neðri hæð. Lóðin, sem liggur við suðurenda Hamarkotsklappa neðri er mishæðótt og því er neðri hæðin niðurgrafin að hluta þ.a. húsið virðist ein hæð bakatil. Klapparstígur 7 er stílhreint og glæsilegt hús og virðist raunar sem nýtt, en er þó um hálfrar aldar gamalt. Það er að mestu óbreytt frá upphafi, en þó voru gerðar á því lítils háttar breytingar árið 2008 skv. þessum teikningum. Húsið er það nyrsta við Klapparstíginn stendur lóðin fast upp við suðurenda Hamarkotsklappa, en við enda götunnar tekur við stígur eða troðningur gegn um trjálund neðan klapparinar. Húsið er snyrtilegt og vel við haldið og stendur á áberandi og skemmtilegum stað, líkt og húsin við Klapparstíginn. Tvær íbúðir munu í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin 1.apríl 2017.

 

Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Matthías Einarsson (1985). Ófeigur Baldursson. Minningargrein. Birtist í Degi 14.júní 1985, sótt 13.apríl 2017 á slóðina http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=207194&pageId=2672917&lang=is&q=Klapparst%EDg%207

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 24
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 515
  • Frá upphafi: 436910

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 346
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband