31.5.2017 | 12:10
Hús dagsins: Hríseyjargata 11
Hríseyjargötu 11 mun vera byggð árið 1933 af Þóri Sigurþórssyni. Í janúar það ár sækir Gunnar Guðlaugsson um lóð fyrir hans hönd við Hríseyjargötu, næst norðan við hús Lárusar Hinrikssonar (þ.e. Hríseyjargötu 11). Um vorið sækir Þórir um að fá að reisa hús á lóðinni, en er gerður afturreka vegna ófullkominna teikninga og þess, að hann hugðist innrétta íbúð í kjallara. Það gat bygginganefnd ekki fallist á, en á þessum árum voru kjallaraíbúðir bannaðar eða a.m.k. mjög illa séðar. En þann 15.júní 1933 heimilar Bygginganefnd Þóri Sigurþórssyni að reisa hús á lóðinni, timburhús á steyptum kjallara, 7x7,6m að stærð. Ekki fylgir sögunni hver teiknar húsið en upprunalegar teikningar eru ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu. Þar má hins vegar finna teikningar Guðmundar Hermannssonar að breytingu hússins árið 1957 en þar er líklega um að ræða kvistbyggingu á vesturhlið (bakhlið) þar sem innrétta á eldhús. Þá er eigandi hússins Gunnlaugur Friðriksson.
Hríseyjargata 11 er einlyft timburhús á háum kjallara með háu risi. Kvistur með einhalla aflíðandi þaki er á bakhlið hússins auk stigabygginga og inngönguskúrs. Veggir eru múrhúðaðir (forskalaðir) en líklega hefur húsið verið bárujárnsklætt í upphafi. Í gluggum eru einfaldir þverpóstar með þrískiptu efra fagi. Sem áður segir er kvistur frá 1957, eftir teikningum Guðmundar Hermannssonar og mögulega hefur húsið verið forskalað á svipuðum tíma. Húsið hefur sl. Áratugi verið einbýlishús en í upphafi voru íbúðir fleiri, líkast til ein á hæð og önnur í risi.
Þarna bjuggu um 1940 þau Olgeir Júlíusson bakari og Sólveig Gísladóttir Olgeir byggði árið 1900 á Barði, eða öllu heldur, flutti þangað húsið Auroru sem danskir vísindamenn höfðu notað í norðurljósarannsóknum Sonur þeirra var Einar, alþingismaður og verkalýðsforkólfur. Mögulega hafa Olgeir og Sólveig búið á neðri hæð hússins, en á rishæðinni bjuggu árið 1938 systkinin Guðrún, Sigurborg og Snæbjörn Björnsbörn. Guðrún lést síðla árs 1938 og virðist systir hennar hafa lent í einhvers konar deilum við Svein Bjarnason framfærslufulltrúa varðandi kistulagningu hennar. Þess má geta, að þarna stóðu öll spjót að Sveini vegna meintrar aðfarar hans varðandi kistulagningu og útför Guðrúnar Oddsdóttur, bæjarstyrkþega. Ég hyggst ekki rekja það mál hér en þessi skrif Sveinbjargar eru ágætis heimild um aðstæður innandyra í Hríseyjargötu 11. En hér rekur Guðrún í löngu máli aðstæður til líkkistuflutninga ofan af rishæð hússins og hefur sér til fulltingis fjóra virta iðnaðarmenn, Hermund Jóhannesson, Hermann Jóhannesson, Pál Friðfinnsson og Þorstein Stefánsson. Þeir votta m.a. að í stigauppgöngu séu svo þröngar beygjur að ógerningur sé að koma líkkistu þar niður nema reisa hana upp á rönd. Einnig kemur þarna fram að hæð upp að risglugga sé 5 1/2 metri. En Hríseyjargata 11 er reisulegt hús og stæðilegt og virðist í góðri hirðu og hefur hlotið ýmsar endurbætur undanfarin ár, t.d. Er verið að endurnýja þakklæðingu þegar þessar myndir eru teknar þann 1.maí 2017.
Heimildir:
Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri. Aðgengileg á pdf-formi á slóðinni: http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Husakonnun_Oddeyri.pdf
Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55). Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur 690, 23.jan 1933, nr. 698, 1.maí 1933 og nr. 701, 15.júní 1933.
Óprentað, óútgefið. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 24
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 210
- Frá upphafi: 441474
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 156
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.