Hús dagsins: Munkaþverárstræti 2

Munkaþverárstrætið tók að byggjast árið 1930 og byggðist að mestu fram undir 1945-50. Syðsta lóðin austanmegin var hins vegar lengi vel óbyggð. P5250528Þó var söluturn, sem áður stóð á Ráðhústorgi fluttur þangað á sjötta áratugnum og stóð þarna um nokkurra ára skeið. Þennan söluturn má sjá hér, á bls. 153 í Húsakönnun 2015 á Norðurbrekkunni.

Núverandi hús á Munkaþverárstræti 2 reistu hins vegar þau Víkingur Björnsson slökkviliðsmaður, eldvarnareftirlitsmaður og ökukennari og Marta Kristjánsdóttir árið 1960 eftir teikningum Mikaels Jóhannssonar. Víkingur byggði hús sitt við hlið æskuheimilis síns, en hann var sonur Björn Sigmundssonar í Munkaþverárstræti 4. Þeir feðgar bjuggu þarna hlið við hlið alla tíð síðan. Þess má að sjálfsögðu geta að þeir voru frændur þess sem þetta ritar. Þau Víkingur og Marta bjuggu hér – með miklum myndarskap- í rúma fjóra áratugi en hún lést 2001 og hann fjórum árum síðar.

Munkaþverárstræti er steinsteypuhús í módernískum stíl, tvílyft með einhalla, aflíðandi þaki. Í húsinu er innbyggður bílskúr suðaustanmegin. Undir norðausturhorni hússins er örlítill kjallari; aðeins lítið rými fyrir miðstöð og geymslu. Þakdúkur eða pappi er á þaki, veggir múrhúðaðir og einfaldir póstar með skiptum fögum í gluggum. Inngöngudyr eru m.a. á norðurhlið og á suðurhlið, sem snýr að Hamarstíg, eru bílskúrsdyr og svalir yfir þeim. Þær dyr eru innrammaðar af skrautlegu steinhleðslumúrverki.

Húsið er töluvert yngra en nærliggjandi hús, raunar yngst allra húsa við Munkaþverárstrætið, og í öðrum byggingarstíl en er engu að síður metið með varðveislugildi í Húsakönnun 2015. Það er enda býsna skrautlegt og skemmtilegt í útliti og nýtur sín sérlega vel á horni tveggja gatna. Húsið er auk þess í mjög góðu ástandi; hefur líkast til verið haldið við í hvívetna alla tíð. Lóðin er einnig gróin og vel hirt. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin að kvöldi 25.maí 2017.

Heimildir: 

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 500
  • Frá upphafi: 436855

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 322
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband