12.10.2017 | 23:57
Hús dagsins: Brekkugata 12
Brekkugata 12, sem stendur á suðvestanvert á horni Brekkugötu og Oddeyrargötu, á 100 ára afmæli í ár. Ég fjallaði stuttlega um húsið í árdaga þessarar síðu en hér er lengri og ítarlegri pistill.
Brekkugata 12 var reist á vegum slökkviliðs Akureyrar 1917. Húsið er teiknað og byggt sem slökkvistöð og áhaldageymsla vatnsveitu, eftir teikningum Antons Jónssonar slökkviliðsstjóra. Gera má ráð fyrir, að Anton hafi séð um bygginguna en hann var einnig timburmeistari. Upprunalegar teikningar hafa líkast til ekki varðveist en hér má sjá ódagsettar og óáritaðar raflagnateikningar. Í ágúst 1916 leggur Vatnsveitunefnd til, að húsið sem til geymslu á áhöldum vatnsveitu og slökkviliðs verði reist á lóð bæjarins á horninu austan við Brekkugötu og sunnan Gránufélagsgötu. Í ársbyrjun 1918, þ.e. 8.janúar bókar Vatnsveitunefnd að smíði slökkvitækja- og vatnsveituhúss sé lokið. Í Fasteignamati sama ár er húsinu lýst og það metið og er þar sagt slökkvitækja og íbúðarhús með járnklæddu þaki, einlyft með porti og risi, á kjallara. Stærð 11,6x7,5m. Í húsinu voru 3 geymsluherbergi fyrir slökkvitæki og vatnsveituáhöld en alls 10 íbúðarherbergi á lofti og í kjallara. Þannig hefur neðri hæð hússins verið nýtt fyrir slökkvi- og vatnsveituáhöld. Leigjendur voru þeir Karl Wilhelmsson kaupmaður og Friðrik Sigurgeirsson ökumaður og húsið sagt standa á landleigu bæjarins og hefði enga afmarkaða lóð. Það kann að skýra þá staðreynd, að í bókunum Byggingarnefndar frá árunum 1916-18 er ekki að finna eitt einasta aukatekið orð um þetta hús; bærinn hefur reist húsið á eigin landi og engri lóð úthlutað. Húsið (þá glænýtt) var virt á 16.000 kr. Í Fasteignamati er húsið sagt nr. 18, en það hefur líklega breyst fljótlega eftir að húsaröðin frá 4-10 fór að byggjast (1923-25).
Húsið er að mestu óbreytt frá upphafi að ytra byrði. Árið 1930 keypti Jón Stefánsson kaupmaður húsið og fluttist slökkviliðið þá í bárujárnsbyggingu við Kaupangsstræti. Líklega var neðri hæð breytt í íbúðarrými um leið. Á 4. og 5.áratugnum starfrækti Eggert Stefánsson þarna heildsöluskrifstofu, en hann hafði m.a. umboð fyrir Efnagerð Reykjavíkur. Húsið stóð lengi vel í þjóðbraut, ef svo mætti segja, en fram yfir miðja 20.öld fór öll umferð til Akureyrar norðanmegin um Brekkugötu.
Brekkugata 12 er einlyft steinsteypuhús með portbyggðu risi og miðjukvisti að framan og smærri kvisti á bakhlið. Það stendur á háum kjallara en lóð er mishæðótt, svo Brekkugötumegin virðist húsið kjallaramegin en frá Hólabraut virðist húsið jafnvel tvílyft. Bárujárn er á þaki og veggir múrsléttaðir og krosspóstar eru í gluggum. Steypt múrhleðslueftirlíking á hornum og á miðjukvisti setur skemmtilegan svip á húsið. Tveir inngangar eru við sitt hvort horn hússins að framanverðu en bakatil er inngangur í kjallara. Þrjár íbúðir munu í húsinu, á hæð og í risi og kjallara. Margir hafa búið þarna þessa öld sem húsið hefur staðið og hefur eigendum og íbúum auðnast að halda húsinu vel við. Það lítur a.m.k. mjög vel út og sömu sögu er að segja af lóð og umhverfi þess. Brekkugötumegin er steypt girðing að lóðarmörkum sem einnig setur skemmtilegan svip. Húsið er í hópi elstu steinsteypuhúsa Akureyrar og ber algengt svipmót timburhúsa (má þar líta til húsa nr. 5, 11 og 15 við sömu götu). Þarna er einnig um að ræða fyrstu slökkvistöð bæjarins, þó húsið hafi raunar aðeins verið áhaldageymsla slökkviliðs. Það var raunar ekki fyrr en löngu síðar (1953 að ný og fullkomin slökkvistöð reis í Geislagötu, að vakt hófst hjá slökkviliði bæjarins. Árið 2014 var unnin Húsakönnun fyrir Miðbæinn (og hluta neðri Brekku). Þar segir að húsið hafi gildi fyrir götumynd Brekkugötu en varðveislugildið sé ekki verulegt umfram önnur nærliggjandi hús. En þess má geta, að umrædd götumynd er sérlega stórfengleg, þar má finna bæði reisuleg stein- og timburhús og gróskumikil tré. Þarna er líka um að ræða fjölfarnar slóðar, anddyri Miðbæjarins ef svo mætti segja. Tvær myndir fylgja þessum skrifum, önnur er tekin vorið 2008 en hin þann 18.september 2017.
Heimildir: Jón Hjaltason. 2016. Bærinn brennur. Akureyri: Völuspá útgáfa.
Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók. Upplýsingar um upprunasögu húsa á Akureyri, tekið saman 1945-55 Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 14
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 485
- Frá upphafi: 436840
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 311
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.