Vetur í bæ

Veturinn er genginn í garð á Akureyri, og raunar má segja að það hafi gerst með látum. Norðanáttir, nokkuð stífar, með úrkomu og fjúki réðu ríkjum í gær og fyrradag en nokkuð lægði í dag. Ég brá mér út að viðra myndavélina á öðrum tímanum í dag og hér eru nokkrar svipmyndir. Tekið skal fram, að þær birtast í þeirri röð sem ég tók þær.

 

PB250714

 Horft til norðurs af Hamarkotsklöppum (Mylluklöpp)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PB250717

 Kirsuberjatréð á Brekkugötu 30 skartaði sínum fegursta vetrarskrúða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PB250718

 Éljagangur. Horft til austurs frá Brekkugötu yfir Oddeyrina, Hólabraut í forgrunni, þá Laxagata og hæst ber Ráðhúsið við Geislagötu. Fjær til vinstri er Eiðsvöllur og hús við Norðurgötu.

 

 

 

 

 

 

 

 

PB250721

 Og í Norðurgötu ber okkur einmitt næst niður, nánar tiltekið á horninu við Gránufélagsgötu og horfum til norðausturs. Þar má sjá hin geðþekku 120 ára gömlu timburhús nr. 2, 4 og 6. 

 

 

 

 

 

 

 

 

PB250722

 Strandgata. Horft til vesturs í átt að Miðbæ og Brekkugötu. Hús við Norðurgötu yst til hægri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PB250725

 Við bryggju á Oddeyrartanga lá sjálfur Vilhelm Þorsteinsson EA-11.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PB250726

 Á Oddeyrartanga, nánar tiltekið á Strandgötu 49 stendur elsta húsið á Oddeyrarsvæðinu, Gránufélagshúsin. Elsti hluti hússins (sem er raunar þrjú sambyggð hús) er byggður 1873. Hann er sá hluti sem næst er á myndinni, en húsið var reist í áföngum til 1885.

 

 

 

 

 

 

 

 

PB250728

 Hér er horft til suðvesturs frá mótum Strandgötu og Hjalteyrargötu. Súlutindur er þarna á bak við éljabakkann sem þarna renndi sér yfir Eyrina og fram í fjörð.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P6220002
  • IMG_3739
  • IMG_3753
  • IMG_3712
  • IMG_3713

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 34
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 331
  • Frá upphafi: 455078

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 182
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband