Hús dagsins: Fjólugata 12

Vorið 1942 fengu þeir Loftur Einarsson og Ari Jóhannesson þessa lóð, P1070725en ekki getið byggingarleyfis. Trúlega er ekki óvarlegt að áætla, að þeir hafi byggt húsið. Húsið var þó ekki byggt fyrr en árið 1945, en teikningarnar gerði F. Jóhannsson. Síðla sumars það ár er neðri hæð hússins auglýst til sölu í Degi. (Á sömu síðu í Degi má einnig sjá auglýsingu frá Kristni Sigmundssyni, föðurafa höfundar, þar sem hann auglýsir til sölu Buick bíltæki) Húsið er tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni og með bárujárnsklæddu valmaþaki, og veggir eru múrsléttaðir. Lóðréttir póstar eru í gluggum og horngluggar í anda Funkis-stefnu til suðvesturs á báðum hæðum. Á vesturhlið er lítil útskotsálma til og steyptar tröppur upp á aðra hæð upp að henni. Inngöngudyr á neðri hæð eru á suðurhlið og þar er sólpallur eða verönd úr timbri. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús með einni íbúð á hvorri hæð. Það er líkast til lítið breytt frá fyrstu gerð. Lóð hússins er býsna stór en á þessum slóðum eru lóðirnar nokkuð víðlendar. Kemur það til af því, að Fjólugatan og gatan norðan við, Eyrarvegur, sveigja til gagnstæðra átta og breikkar bilið milli gatnanna eftir því sem vestar dregur, nær Glerárgötu. Húsaröðin frá 12-18 er rúmum áratug yngri en röðin frá 2-10, en í síðarnefndu röðinni eru að mestu leyti timburhús en 12-18 er skipuð steinsteypuhúsum. Ég veit ekki til þess, að húsakönnun hafi verið unnin fyrir þetta svæði þ.a. hugsanlegt varðveislugildi þessara húsaraðar liggur ekki fyrir. En hvað sem því líður, er Fjólugata 12 traustlegt hús og í góðu standi, hús sem og lóð til mikillar prýði. Myndin er tekin þann 7.janúar 2018.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundagerðir 1941-48. Fundur nr. 908, 5.maí 1942. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 440
  • Frá upphafi: 440797

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband