Hús dagsins: Fjólugata 14

Fjólugötu 14 byggði Jón Gíslason eftir eigin teikningum árið 1944. P1070728Ekki er að finna byggingarleyfi eða lýsingu í bókunum Bygginganefndar, en í júní 1943 er Bjarna M. Jónssyni veittur frestur til að ljúka við hús sitt, en þar kemur fram að grunnur og lagnir séu tilbúnir. Jafnframt er honum leigð lóðin til 15.júní 1944 og því má reikna með að umræddur frestur hafi verið eitt ár. er talað um hús Jóns Gíslasonar. Því hefur byggingarréttur áðurnefnds Bjarna líklega yfirfærst á Jón í millitíðinni. En Fjólugata 14 er tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki og útskoti með svölum til vesturs. Þar eru horngluggar til suðurs. Húsið er klætt perluákasti eða steinmulningi en bárujárn er á þaki. Einfaldir, lóðréttir póstar eru í gluggum. Á austurhlið eru tröppur upp á efri hæð. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús og þar hafa margir búið gegn um tíðina. Árið 1961 var byggður bílskúr innst á lóðinni og um 1998 voru gerðar smávægilegar breytingar á inngangi efri hæðar; forstofubygging og geymslu undir tröppum, en hönnuður þeirra var Bergur Steingrímsson (sjá tengil á upprunalegar teikningar, breytingar færðar inn þar). Að öðru leyti er húsið næsta óbreytt frá upphafi en engu að síður í góðri hirðu og lítur vel út. Lóðin er býsna víðlend, nærri 1000 fermetrar, en óvíða er að finna stærri lóðir á Oddeyri en vestast við Fjólugötu og Eyrarveg, næst norðan við. Myndin er tekin þann 7.jan. 2018.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundagerðir 1941-48. Fundur nr. 947, 25.júní 1943. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 437
  • Frá upphafi: 440794

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 211
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband