Hús dagsins: Hlíðargata 7

Vorið 1939 fékk Jakob Ruckert vélsmiður lóð á leigu við vestanverða Hlíðargötu,PA090837 þá fjórðu frá Lögbergsgötu. Fylgdi sögunni að ekki væru taldar líkur á lagningu götunnar það árið. Skömmu síðar fékk Jakob byggingarleyfi fyrir húsi úr r-steini; ein hæð á kjallara með steyptu þaki, 8,2x8,9m að stærð. Teikningarnar að húsinu gerði Halldór Halldórsson Eins og flestir vita var  Ísland hernumið af Bretum í maí 1940 og hefur Jakob þá líklega verið tiltölulega nýlega lokið við byggingu hússins. En við hernámið var Jakob , sem var þýskur, handtekinn af hernámsliðinu og fluttur af landi brott sem stríðsfangi. Jakob sneri þó aftur til Íslands tveimur árum eftir stríðslok eða 1947. Kona Jakobs, Anna Lárusdóttir Rist bjó áfram á Hlíðargötu 7 í nokkur ár og einnig bróðir hennar, Sigurjón Rist sem þá ók vörubílum og rak bifreiðaverkstæði. Hann varð síðar vatnamælingamaður og forstöðumaður vatnamælinga hjá Orkustofnun í áratugi, valinkunnur fyrir störf sín og frumkvöðull á því sviði.

Hlíðargata 7 er einlyft steinsteypuhús á lágum kjallara og með flötu þaki og háum þakkanti, með pappa á þaki og múrsléttuðum veggjum. Horngluggar eru til suðurs og einfaldir lóðréttir póstar í gluggum. Á miðri framhlið er inngangur, að þeim steyptar tröppur og dyraskýli sem skagar fram úr þakkanti. Á bakhlið er sólskáli og sólpallur úr timbri. Sólskálinn var byggður árin 1991 eftir teikningum Bjarna Reykjalín. Þakkantur mun einnig síðari tíma viðbót en að öðru leyti er þetta látlausa og snyrtilega funkishús óbreytt frá upphafi. Húsið er snyrtilegt og í góðri hirðu, sem og lóð sem er vel gróin. Þar er m.a. mjög gróskumikið grenitré (mögulega sitkagreni, ágiskun undirritað) norðaustanverð auk stæðilegs reynitrés norðvestanmegin. Húsið og lóðin er til mikillar prýði í umhverfinu og það er einnig skemmtilegur veggur á lóðarmörkum. Hann er lagður hraunhellum en að ofan er sérstök steypt girðing með e-k n-laga stöfum og þríhyrndum tindum að ofan. Húsið er metið með 1. stigs varðveislugildi í Húsakönnun 2015 og er einmitt veggur nefndur þar sérstaklega. Meðfylgjandi mynd er tekin þann 9. okt. 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr.833 , þ. 5. maí  1939. Fundur nr. 839, 1. ágúst 1939. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 505
  • Frá upphafi: 436900

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 337
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband