Hús dagsins: Hlíðargata 9

Hlíðargötu 9 mun Jón nokkur Sigurðsson, myndasmiður, hafa reist árin 1939-40. PA090836Þess má geta, að höfundur fann ekki byggingarleyfi til handa  Jóni Sigurðssyni í fundargerðum Byggingarnefndar fyrir það tímabil en slíkt er ekki einsdæmi. En alltént stendur „Hús Jóns Sigurðssonar“ á raflagnateikningum Vilhjálms Hallgrímssonar frá apríl 1940. Teikningarnar að húsinu gerði Ásgeir Austfjörð. Möguleiki er, að annar maður hafi fengið lóðina og byggingarleyfið og síðan afsalað því til Jóns, hugsanlega án milligöngu Byggingarnefndar. Þá er sá möguleiki vitaskuld einnig fyrir hendi, að höfundur hafi hreinlega ekki leitað nógu gaumgæfilega í bókunum Byggingarnefndar.  En nóg um það; húsið reis af grunni og stendur enn með glæsibrag.

Hlíðargata 9 er einlyft steinsteypuhús með einhalla aflíðandi þaki og stölluðum þakkanti. Á framhlið eru inngöngudyr og steyptar tröppur upp að þeim, og yfir þeim dyraskýli sem er sambyggt steyptu handriði og skjólvegg til norðurs. Svipaðan dyraumbúnað má einnig sjá á húsinu handan götunnar, Hlíðargötu 8.  Í gluggum eru einfaldir lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum, veggir múrsléttaðir en þakpappi á þaki. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús og ýmsir átt hér heima í lengri eða skemmri tíma en húsið er einbýli og hefur líkast til verið svo alla tíð. Jón Sigurðsson myndasmiður hefur líklega ekki búið hér um langt skeið, en 1948 er hann fluttur norðar á Brekkuna, á Munkaþverárstræti 31. Í Húsakönnun 2015 fær húsið, líkt og húsin við gjörvalla Hlíðargötu varðveislugildi 1 sem hluti af samstæðri heild funkishúsa. Húsið er í góðri hirðu og lítur vel og á lóðarmörkum er steypt girðing með stöplum.

Á lóðinni standa m.a. tvö stæðileg lerkitré. Hvort um er að ræða Evrópulerki, SíberíulerkiPA090834 eða einhverjar aðrar tegundir lerkis er þeim sem þetta ritar hins vegar ekki kunnugt um. Lerki, eitt barrtrjátegunda fellir barr að hausti  og eru haustlitir þess sérlega fallega gulir og jafnvel gylltir. En það var einmitt þann 9. október (2018) sem höfundur var á vappi um Hlíðargötu með myndavélina, og skörtuðu trén þá sínu fegursta.  

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband