Hús dagsins: Hlíðargata 10

Vorið 1943 fengu þeir Adolf Davíðsson, Oddeyrargötu 38 og Björn Guðmundsson í Hólabraut 17 lóðina við Hlíðargötu 10, og snemma sumars byggingarleyfi á lóðinni. PA090833Fengu þeir leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypuhús með flötu þaki, að stærð 8x8,3m og fullbyggt mun húsið hafa verið 1944. Teikningarnar að húsinu gerði Jón Sigurjónsson. Hann gerði einnig teikningarnar að viðbyggingu við húsið  til norðurs árið 1949, þ.e. forstofubyggingu með tröppum upp á aðra hæð.

Hlíðargata 10 er tvílyft steinsteypuhús með flötu þaki, með kjallara undir hluta hússins og  með flötu þaki, forstofubyggingu, jafnhárri húsinu að norðan en timbursvölum að sunnan. Þakpappi er á þaki og lóðrétt opnanleg fög í gluggum og horngluggi í anda funkisstefnunnar á suðurhlið. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús með sinni íbúð á hvorri hæð. Ekki hefur húsið tekið stórum breytingum frá upphafi, forstofubyggingin var byggð mjög snemma og fyrir um áratug voru byggðar voldugar svalir á suðurhlið hússins.  Húsið stendur nokkuð lægra en gatan og er nokkur hæðarmismunur á lóðinni. Hlíðargatan ber nefnilega nafn með rentu, liggur um stutta og bratta hlíð þar sem Brekkan hækkar nokkuð skarpt að efstu brúnum Grófargils.  Húsið er mjög snyrtilegt og vel hirt, einfalt og látlaust í anda funkisstefnunar. Það hefur skv. Húsakönnun varðveislugildi af fyrsta stigi sem hluti samstæðrar heildar, og er þar er væntanlega átt við þessa samstæðu heild funkishúsa við Hlíðargötu. Á lóðarmörkum er einnig steypt girðing með tréverki.

Sunnan við Hlíðargötu 10 stendur býsna stæðilegt tré, sem höfundur giskar á að sé P5150349fjallaþinur (?) eða a.m.k. þintré frekar en greni. (Mér "trjáfróðari" lesendur mega endilega setja inn ábendingar, í ummælum eða gestabók) Þinurinn er a.m.k. 15 m hár og sérlega beinvaxinn og reglulegur. Neðsti hluti stofnsins er greinalaus, og ekki ólíklegt að sú aðgerð hafi verið framkvæmd þegar svalirnar voru reistar um 2008 en efri hluti trésins dafnar býsna vel að því er virðist. Setur þetta tré skemmtilegan svip á umhverfið, rétt eins og húsið og lóðin. Myndin af trénu er tekin þann 15. maí 2016 en myndin af húsinu þann 9. okt. 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48.  Fundur nr. 941, 30. apríl 1943. Fundur nr. 945, 11. júní 1943. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband