Áður en ég held af Hlíðargötu upp á Holtagötu, næstu götu ofan við bregð ég mér "örlítið" út fyrir Brekkuna, nánar til tekið út í Hrísey. Ég hef gefið mig út fyrir að skrifa um hús á Akureyri og Hrísey er vitaskuld hluti Akureyrarkaupstaðar og hefur verið síðan 2004. Þar má, eins og í flestum bæjarhlutum Akureyrar gömul og glæsileg hús, en þeirra elst er Hús Hákarla- Jörundar.
Hús Hákarla Jörundar stendur við Norðurveg 3 í Hrísey, skammt frá höfninni. Húsið var reist á Syðstabæ, nokkuð sunnar á eynni og var reist árið 1885 af Jóhanni Bessasyni fyrir Jörund Jónsson. Byggingarefni hússins er viður úr norskri skonnortu, Skjöld, sem var í hópi margra norksra skipa sem fórust í aftakaveðri við Hrísey haustið 1884. Óneitanlega nokkuð sérstakt byggingarefni, en auðvitað ekkert einsdæmi að viður úr skipum eða eldri byggingum og mannvirkjum hafi verið endurnýttur til húsbyggingar. Menn stukku a.m.k. ekki til á timburlagerinn í næstu byggingarvöruverslun á níunda áratug 19. aldar. Jörundur var afar fengsæll og valinkunnur fyrir hákarlaveiðar sínar, og hlaut viðurnefnið Hákarla- Jörundur. Hann var fæddur árið 1826 á Kleifum í Ólafsfirði og flutti til Hríseyjar árið 1862 og var alla tíð bóndi á Syðstabæ, meðfram hákarlaveiðunum. Hann lést 1888, aðeins þremur árum eftir að hann reisti nýja íbúðarhúsið.
En hús Hákarla-Jörundar er einlyft timburhús með portbyggðu risi og miðjukvisti og stendur á steyptum kjallara. Á bakhlið er forstofubygginga eða "bíslag". Veggir eru klæddir með listaþili og bárujárn á þaki og sexrúðupóstar í gluggum. Húsið var sem áður segir, reist á Syðstabæ en árið 1917 var byggt nýtt hús þar og húsið flutt á núverandi stað. Húsið var líkast til lengst framan af íbúðarhús og bjuggu þar margar fjölskyldur samtímis. Þá var einnig verslun í húsinu og KEA sem síðar eignaðist það nýtti það sem verslun og vörugeymslu. Um aldamótin 2000 var hins vegar farið að huga að endurbyggingu þessa elsta húss Hríseyjar og hófust þá endurbætur sem miðuðust að því, að færa húsið til upprunalegs horfs. Þá var byggt við húsið til vestur eða bakatil, snyrting og aðstaða fyrir gesti fyrirhugaðs safns. Fyrir þessum endurbótum hússins stóð Húsfélagið Hákarla Jörundur og var Ásgeir Halldórsson málari helsti forvígismaður þar. Árið 2003 var sett upp Hákarlasetur, safn um hákarlaútgerð á Íslandi, í húsinu og árið 2009 var húsið afhent Fasteignum Akureyrar til umsjónar og nú er í húsinu vandað og veglegt safn. Því miður verður höfundar að viðurkenna, að hann hefur ekki heimsótt safnið þegar þetta er ritað en það hlýtur að standa til bóta. Hús Hákarla-Jörundar er á allan hátt stórglæsilegt og snyrtilegt og ljóst má vera, að endurbætur þess hafa tekist frábærlega. Húsið er svo sannarlega eitt af perlum Hríseyjar; perlu Eyjafjarðar. Minjastofnun friðlýsti þetta ágæta hús árið 2003. Myndin er tekin í ljósaskiptunum þann 20. september 2013.
Heimildir: Ýmsar greinar og vefsíður: sjá tengla í texta.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 21
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436847
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 318
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.