20.2.2019 | 22:50
Svona verður Húsapistill til...
Ætli það sé ekki alveg upplagt á þessu 10 ára afmælisári "Húsa dagsins" að leyfa ykkur, lesendur góðir, að skyggnast inn í það hvernig svona pistill verður til.
Fyrst er að finna "Hús dagsins". Viðmiðið í þessari umfjöllun er að öllu jöfnu hús innan Akureyrar byggð fyrir miðja 20. öld, eða fyrir 1940-50. Þetta er þó alls ekki algilt. Nú eru það að mestu svæði á Brekkunni sem verða fyrir valinu hjá mér, var að fjalla um Hlíðargötu og næst eru það Holtagata og væntanlega Lögbergsgata og Helgamagrastræti þar á eftir.
Næst er að ljósmynda. Oftast byrja ég á að ljósmynda húsin. Ég tek myndir á hvaða tíma sem er, sem birtu nýtur við og oftast tek ég myndir af mörgum húsum í hverjum göngutúr. Yfirleitt reyni ég að ná framhlið ásamt annarri hlið hússins, þá oftast þeim hliðum þar sem einhver útskot eða skraut er að finna. Ef bakhliðar húsa eru sérlega skrautlegar, frábrugðnar framhlið og vel sýnilegar frá götum læt ég þær stundum fylgja en oftast er viðmiðið ein mynd af húsi. Stundum geta tré á lóðum byrgt sýn á hús; sum hús er illmögulegt að ljósmynda á sumrin fyrir laufskrúði. Þá komum við að öðru sem lesendur hafa kannski tekið eftir að ég hef mikið dálæti á og það eru trén.
Ein "hliðargrein" af þessu grúski er ljósmyndun og birting á trjám sem mér þykja sérlega glæsileg, skrautleg og gróskumikil. Og nóg er nú af þeim í eldri hverfum Akureyrar. Sumum þykir það synd þegar trjágróður skyggir á glæst á hús en mér þykir gróskumiklir trjágarðar ámóta tilkomumiklir og reisuleg, glæst hús. Það getur hins vegar hvimleitt yfir hásumarið fyrir íbúa viðkomandi húsa að vera stöðugt í skugga fyrir trjágróðri. En tré gegna engu að síður lykilhlutverki við hreinsun andrúmsloftsins (sbr. kolefnisjöfnun) þannig að trjá- og skógrækt er ævinlega hið besta mál a.m.k. að mínu áliti. En húsa- og lóðareigendur hljóta ævinlega að eiga síðasta orðið þegar kemur að trjám á lóðum.
Hér er mynd sem ég tók í Lögbergsgötu á Brekkunni, en hana mun ég taka fyrir einhvern tíma á næstu vikum, líklega eftir Holtagötuna. Hlíðargata og Holtagata liggja á milli Lögbergsgötu í suðri og Hamarstígs í suðri.
Heimildaöflun. Þarna eru vefsíður eða gagnagrunnar; þ.e. Landupplýsingakerfið og timarit.is, Héraðsskjalasafnið og Húsakannanir (oftast aðgengilegar á vefnum, hér er t.d. Húsakönnun fyrir Norðurbrekkuna) lykilatriði. Þá eru einnig ýmsar bækur t.d. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs eftir Steindór Steindórsson og fleiri öndvegisrit. Á Landupplýsingakerfi Akureyrar má nálgast teikningar af flestum húsum Akureyrar. Þar kemur oft fram hver byggði. Á Héraðsskjalasafnið tek ég ævinlega með mér minnisbók og punkta niður. Þar má finna m.a. manntöl, fundargerðir Byggingarnefndar og Jónsbók. Síðastnefnda heimildin er samantekt úr bókunum Byggingarnefndar, þar sem hægt er að fletta upp hverju og einu húsi og sjá afgreiðslu nefndarinnar fyrir byggingarleyfum. Nokkurs konar flýtileið, því í bókunum Byggingarnefndar er yfirleitt nauðsynlegt að vita hver byggði til þess að finna upplýsingar um viðkomandi hús. En Jónsbók nær aðeins yfir hús byggð fyrir 1933. Þessar ágætu vefsíður og rit veita nokkuð haldgóðar upplýsingar um upprunasögu húsanna.
Hér má sjá t.v. "afrakstur" Héraðsskjalsafnsheimsókna síðuhafa frá ársbyrjun 2016, mældan í minnisbókum. Hægra megin má sjá það sem ég punktaði niður hjá mér um Hlíðargötu 5 og 6.
Næst er það timarit.is. Þá hef ég þann háttinn á, að ég fletti upp heimilisfanginu í þágufalli. Þá birtast öll þau tilvik, sem eitthvað hefur verið auglýst í viðkomandi húsi. Hafi verið einhver verslun, þjónusta eða önnur starfsemi í húsinu eða annað áhugavert get ég þess, en þess má geta, að flestar niðurstöður eru tilkynningar um eitt og annað. Ég sé svosem ekki ástæðu til þess að tíunda það í þessum pistlum þó einhver íbúi hússins fyrir 70 árum óski eftir einhverju, selji eða gefi e.þ.h. - þó að sjálfsögðu megi ekki gera lítið heimildagildi slíkra upplýsinga. Ég fer að öllu jöfnu ekki út í miklar eða yfirgripsmiklar sögur eða frásagnir af íbúum húsanna gegn um tíðina, enda þótt það væri efni í langar og áhugaverðar greinar. Slíkir frásagnabálkar um hvert og eitt hús yrðu gríðarlangir, miklu lengri en svo að þeir rúmuðust með góðu móti í meðallangri bloggfærslu. Að auki yrði vinnsla slíkra greina æði tímafrek. Enda eru það fyrst og fremst húsin sem slík og upprunasagan sem ég legg fyrst og fremst áherslu á.
Skrifin Þegar ég er kominn með þessar helstu upplýsingar hefjast skrifin. Síðastliðin ár hef ég haft þá venju að skrifa pistlana fyrst upp í ritvinnslu og afrita þá síðan hingað inn. Hef ég þá hverja götu fyrir sig í skjali. Oftar en ekki reyni ég að byggja pistlana upp á eftirfarandi hátt:
1. Uppruni, byggingarleyfi; hver byggði og hvenær og hver teiknaði.
2. Stutt lýsing: Húsinu (ytra byrði) lýst í grófum dráttum, þó svo mynd segi nú oft meira en 1000 orð í því samhengi.
3. Stiklað á stóru í sögunni. Oftar en ekki hafa mörg hundruð manns búið í "Húsum dagsins" gegn um tíðina en í sumum tilvikum bjó sama fjölskylda þar áratugum saman. Ég rek ekki íbúasöguna í smáatriðunum en sem áður segir, en reyni að tæpa á t.d. starfsferlum húsbyggjenda eða geta þess ef húsbyggjendur eða einhverjir sem í húsunum bjuggu hafa verið þekktir eða valinkunnir fyrir störf sín og afrek.
4. Útlit og umhverfi. Hvernig kemur húsið og umhverfi þess mér fyrir sjónir; hefur það varðveislugildi eða er friðað. Mér dettur ekki í hug að geta þess, ef hús eru illa farin eða í vanhirðu en hins vegar finnst mér sjálfsagt að hrósa og benda á það sem vel er gert...sem er reyndar yfirleitt ævinlega tilfellið.
5. Hverjum pistli fylgir heimildaskrá, húsakannanir og upplýsingar úr Héraðsskjalasafnsgögnum. Þannig geta áhugasamir kíkt á Héraðsskjalasafnið og flett upp í Byggingarnefndarbókum eftir fundarnúmeri og séð afgreiðslu byggingarleyfis viðkomandi húss frá fyrstu hendi. Ég læt nægja, að birta tengla í texta á aðrar heimildir, en verði þetta einhvern tíma prentað á bók verð ég að gjöra svo vel að tiltaka hverja heimild af timarit.is í heimildaskrá.
Þá tek ég undantekningalaust fram hvaða dag mynd eða myndir með færslunni eru teknar. Heimildagildi þess er ótvírætt...þar má t.d. sjá að veðurfar og snjóalög voru nákvæmlega svona eða hinsegin þennan dag o.s.frv. auk þess sem sjá má nákvæmlega t.d. hvort nýtt þak eða nýir gluggar voru komnir þetta ár o.þ.h.
Sjálfsagt mætti mörgu bæta við hvern pistil og margt betur fara í hvert skipti enda eru þetta þegar öllu er á botninn hvolft, frístundaskrif áhugamanns. En að sjálfsögðu verður að hafa það sem sannara reynist, og fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Ég er ævinlega þakklátur fyrir ábendingar og leiðréttingar á því sem betur má fara hér og leiðrétti eða tek út umsvifalaust, svona yfirleitt. Ég hef það ætíð að leiðarljósi að bera virðingu fyrir viðfangsefninu; er meðvitaður um það húsbyggjendur sem ég skrifa um hér eru ekki bara nöfn í bókum á Héraðsskjalasafni heldur raunverulegt fólk sem oftar en ekki á núlifandi börn og fjölda afkomenda. Auk þess, að hér er um að ræða heimili fólks; ég hef einstaka sinnum verið spurður, hvort hér sé ekki um að ræða "njósnir" eða hnýsni í einkalíf fólks. Ég legg mikla áherslu á, að ekkert fari hingað inn sem gæti flokkast undir hnýsni eða valdið íbúum eða eigendum húsa óþægindum: birti t.d. aldrei myndir eða upplýsingar sem ekki sjást frá almenningsrýmum eða götum og engar þeirra upplýsinga sem ég birti hér er ekki hægt að nálgast annars staðar.
Pistlana skrifa ég í skjöl og afrit svo textann hingað inn. Oft læt ég pistlana bíða og les þá svo aftur yfir áður en ég birti þá. Þetta tileinkaði ég mér fyrir 3-4 árum síðan (áður skrifaði ég pistlana beint inn á síðuna) og er ég með hverja götu fyrir sig í sérstöku skjali. Hér er sýnishorn af textanum um Munkaþverárstræti.
Nokkurn veginn svona verður einn Húsapistill til. Það er ljóst, að þó nokkur tími fer í vinnslu pistlana og ég hef verið spurður, hvernig ég nenni þessu. En þá má spyrja sig, hvernig nennir fólk yfir höfuð áhugamálum sínum.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 422
- Frá upphafi: 440779
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 201
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll.
Það er gott og gjöfult að eiga áhugamál sem gleður marga aðra.
Kveðja.
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 21.2.2019 kl. 08:20
Svo sannarlega, ánægjulegt að geta glatt aðra með eigin hugðarefnum .
Arnór Bliki Hallmundsson, 22.2.2019 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.