Hús dagsins: Helgamagrastræti 6; grein frá 2011 með viðbótum.

Glöggir lesendur veittu því e.t.v. athygli, að í yfirlitinu yfir færslur ársins 2011 mátti finna grein um Helgamagrastræti 6. Og það myndi einmitt vera næsta húsið í "yfirreið" síðuhafa um Helgamagrastrætið. Greinin, sem birtist 30. september 2011 getur að mestu staðið óbreytt, nema við bætast upplýsingar úr bókunum Byggingarnefndar.

Það var þann 5. september 1936 sem Bygginganefnd Akureyrar útvísaði þremur lóðum P8210309Samvinnubyggingafélagsins við Helgamagrastrætið, en í byrjun sama árs höfðu nokkrir félagsmenn fengið lóðir við götuna. Guðmundur Tómasson byggingameistari fékk "fyrstu lóð norðan við hús dr. Kristins Guðmundssonar", m.ö.o. Helgamagrastræti 6. Eftirfarandi ritaði ég um Helgamagrastræti 6 árið 2011

Fúnkís var nokkuð ráðandi byggingarstíll í steinsteypuhúsum eftir 1930-35 og framyfir miðja öldina. Helgamagrastræti 6 er mjög gott dæmi um slíkt hús, en það er byggt 1937 eftir teikningum Þóris Baldvinssonar. Það er tvílyft steinsteypuhús, því sem næst ferningslaga að grunnfleti með horngluggum. Gluggar eru yfirleitt breiðari en á hæðina og póstar einfaldir, í þessum húsum voru krosspóstar og sexrúðugluggar fyrri tíðar víðs fjarri. Einhvern tíma heyrði ég það, á þessum tíma væri fyrst farið að hugsa um stærð glugga og afstöðu herbergja til sólar og dagsbirtu við byggingu húsa. Hitt er annað mál, að notagildi var algjört lykilatriði við byggingu fúnkíshúsa. Hver einasti fermetri nýttur til fulls og ekkert óþarfa prjál. Helgamagrastræti 6 er eitt margra tveggja hæða fúnkíshúsa sem Þórir Baldvinsson teiknaði og voru reist 1936-37 fyrir starfsmenn KEA. Eru þetta á annan tug líkra húsa sem standa við efri hluta götunnar. Helgamagrastræti byggðist einmitt upp af þessum húsum, en þá var gatan sú efsta á Akureyri. Öll standa þessi hús enn, en sumum hefur verið breytt og byggt við eins og gengur og gerist. Númer 6 liggur nokkuð vel við myndatöku, en það virðist lítið breytt frá upphafi og auk þess er það vel sjáanlegt frá götu en mikill trjágróður er framan við mörg húsin við Helgamagrastrætið og mörg hálf hulin. (Ekki svo að skilja að það sé neitt neikvætt heldur þvert á móti, garðar með miklum trjágróðri eru mjög aðlaðandi!) Helgamagrastræti er önnur tveggja gatna þar sem er heilsteypt röð lítt breyttra fúnkíshúsa frá 1936-40, en hin er Ægisgata á Oddeyrinni, sem ég fjallað aðeins um hér. Hvort þessar götumyndir eru friðaðar veit ég ekki, en það væri eflaust athugunarvert.  Þessi mynd er tekin 21.ágúst 2011.

Á þessum tíma hafði ekki farið fram Húsakönnun um þetta svæði, en árið 2015 var slík könnun unnin og hlaut þessi umrædda götumynd, sem ég taldi "athugunarvert" að friða, varðveislugildi 2, sem merk heild. Ég hef að vísu ekki kynnt mér húsfriðunarregluverkið í þaula en mér skilst, að það tíðkist ekki að friðlýsa heilar húsaraðir. En þetta mat er líklega það sem næst verður komist því, að friða götumyndir.

Heimildir: 

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 780, þ. 5. sept. 1936. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 440779

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband