Hús dagsins: Helgamagrastræti 7

Helgamagrastræti 7 var ein af fimm lóðum Samvinnubyggingafélagsins sem yfirfærðar voru til félagsmanna þess á fundi Bygginganefndar í byrjun árs 1936. P2240897Þar átti að reisa nokkur hús eftir teikningu Þóris Baldvinssonar. Lóð nr. 7 fékk Tryggvi Jónsson, búfræðingur og verslunarmaður, og reisti hann húsið árið 1936.   Helgamagrastræti 7 er tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni og með lágu valmaþaki. Horngluggar í anda funkisstefnunnar eru til suðurs, sem og svalir á efri hæð á SA horni. Perluákast er á veggjum og þeir málaðir en pappi á þaki. Húsið er næsta lítið eða óbreytt frá upphaflegri gerð að ytra byrði.

Tryggvi Jónsson og kona hans, Hallgríma Árnadóttir, bjuggu í húsinu um áratugaskeið, hann lést 1965 en hún árið 1977. Lengi vel voru tvær íbúðir í húsinu, hvor á sinni hæð en síðustu ár hefur húsið verið einbýli. Haustið 1972 kviknaði í húsinu og skemmdist það töluvert en þær skemmdir voru lagfærðar, enda stendur húsið enn og það með glæsibrag. Þá bjuggu á efri hæð hússins þau Þorsteinn Jónatansson og Heiðrún Steingrímsdóttir en  Hallgríma Árnadóttir bjó enn á neðri hæð. Margir hafa búið í húsinu gegn um tíðina, svo sem vænta má með hús á níræðisaldri.

Helgamagrastræti 7 hlýtur í Húsakönnun 2015 2. stigs varðveislugildi sem hluti þeirrar merku heildar, sem funkishúsaröð Samvinnubyggingafélagsins er. Húsið  er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði. Lóðin er einnig vel hirt og mjög gróin, líkt og flestallar ef ekki allar lóðir við Helgamagrastrætið sem er mjög prýtt trjágróðri.  Gróskumiklir runnar, greni- og reynitré, eflaust áratuga gömul setja svip sinn á lóðina. Myndin er tekin þann 24. febrúar 2019.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 767, þ. 4. jan. 1936. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 440779

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband