12.6.2019 | 14:06
Hús dagsins: Helgamagrastræti 9
Helgamagrastræti 9 byggði Jóhann Þorsteinsson Kröyer verslunarstjóri hjá KEA árið 1936. Hann var einn margra félaga Samvinnubyggingafélagsins sem fékk útvísaða lóð og húsgrunn félagsins við Helgamagrastrætið í ársbyrjun 1936. Það vildi meira að segja svo til, að það var fyrsta verk Bygginganefndar á árinu 1936 að yfirfæra þessar lóðir Byggingafélagsins til félagsmanna. Húsin sem þarna risu voru byggð eftir teikningu Þóris Baldvinssonar.
Helgamagrastræti 9 er tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni og með lágu valmaþaki. Horngluggar í anda funkisstefnunnar eru til suðurs, sem og svalir á efri hæð á SA horni. Á bakhlið er viðbygging, jafn há húsinu, og er hún einnig með flötu þaki.Perluákast er á veggjum og þeir málaðir en pappi á þaki.
Jóhann Þorsteinsson Kröyer var fæddur á Svínárnesi á Látraströnd þann 21. janúar 1895. (Þess má til gamans geta, að þann sama dag fæddist annar drengur handan fjarðarins á Fagraskógi á Galmaströnd, nefnilega þjóðskáldið Davíð Stefánsson). Jóhann tók við búi foreldra sinna á Svínárnesi og var bóndi þar ásamt fyrri konu sinni Evu Pálsdóttur um nokkurra ára skeið. Á þriðja áratugnum fluttist hann til Neskaupstaðar þar sem hann var verslunarstjóri, þá var hann kaupfélagsstjóri á Ólafsfirði 1929-´34 en fluttist þá til Akureyrar. Jóhann var um lengi verslunarstjóri hjá KEA, nánar til tekið í kjötbúð félagsins en síðar gegndi hann stöðu forstjóra Vátryggingadeildar KEA. Hann bjó hér allt til æviloka, en hann varð 101 árs og var elsti borgari Akureyrar er hann lést haustið 1996. Seinni kona Jóhanns var Margrét Guðlaugsdóttir, sem tók upp ættarnafn hans, Kröyer. Margrét Kröyer var um áratugaskeið mjög virk í starfi kvenfélagsins Framtíðar og einn af máttarstólpum þess. Hún gegndi tvisvar formennsku félagsins en var einnig um tíma formaður Kvenfélagasambands Akureyrar. Hún seldi lengi vel héðan frá heimili sínu Minningaspjöld Framtíðar.
Helgamagrastræti er stórglæsilegt hús og í mjög góðri hirðu. Viðbygging fellur vel að húsinu, en hún er byggð árið 1954 af þeim Jóhanni og Margréti eftir teikningu Mikaels Jóhannssonar. Samkvæmt teikningum er ráð fyrir byggingu valmaþaks á sama tíma, en ekki virðist hafa orðið að þeirri þakbreytingu. Segir í Húsakönnun 2015 að viðbygging sé [...]látlaus og fari húsinu ágætlega (Ak.bær, Teiknistofa Arkitekta 2015: 75). Lóðin er einnig vel hirt og gróin og ber þar mikið á gróskumiklum birkitrjám og runnagróðri á framlóð. Er það sammerkt húsum á þessu svæði, að lóðirnar eru mjög gróskumiklar. Húsið hlýtur í áðurnefndri Húsakönnun varðveislugildi 2 sem hluti merkrar heildar.
Sem áður segir gegndi Jóhann Kröyer, sem byggði Helgamagrastræti 9, stöðu verslunarstjóra í kjötbúð Kaupfélags Eyfirðinga á fjórða og fimmta áratug 20. aldar. Í bók Steindórs Steindórssonar um Akureyri má finna eina gamansögu um samskipti Jóhanns Kröyer og bónda framan úr Eyjafirði. Þannig var, að bóndinn kom í kjötbúð KEA í Hafnarstræti 87 og vildi selja þar kýrskrokk. Jóhann vildi hins vegar aðeins kaupa hálfan skrokkinn. Bónda þótti það ekki alveg nógu gott og spurði þá, hvað hann ætti þá að gera við hinn helminginn. O, þú lætur hann lifa svaraði Kröyer þá að bragði. (sbr. Steindór Steindórsson 1993: 143).
Myndin er tekin þann 24. febrúar 2019.
Heimildir:
Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 767, þ. 4. jan. 1936. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Steindór Steindórsson. (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 422
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 329
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.