Hús dagsins: Helgamagrastræti 10

Meðalaldur húsa við Helgamagrastræti er nokkuð drjúgur, P2240892gæti verið nærri 75 árum þegar þetta er ritað. Enda standa aðeins þrjú hús við götuna sem byggð eru eftir 1950, þ.e. leikskólinn Hólmasól (b. 2005), fjölbýlishús neðst við götuna nr. 53, (b. 1990) og Helgamagrastræti 10.

Helgamagrastræti 10 er byggt árið 1985 eftir teikningum  Jóns Haraldssonar. Það er stórbrotið, tvílyft steinsteypuhús með flötu þaki og voldugum útskotum á hornum auk viðbygginga á bakhlið. Norðan við húsið er einnig bílskúr. Húsið er sagt í módernisma stíl og „í óræðum nútímastíl og í anda nokkurra sérstæðra bygginga Jóns Haraldssonar arkitekts“ í Húsakönnun 2015. (Ak.bær, Teiknistofa Arkitekta 2015:76).

Enda þótt húsið sé byggt 1985, er það engu að síður svo, að elstu heimildir sem timarit.is finnur um þetta heimilisfang eru frá árinu 1950. Þá hefur verið risin þarna bygging, sem hýsti fisksölu á þeim tíma en síðar var þarna m.a. Kjöt og fiskur (þessi auglýsing frá 1962),  Radíóvinnustofan  og bílasala svo fátt eitt sé nefnt.  Þessi bygging var líkast til rifin um 1982.  

En Helgamagrastræti 10 er stórbrotið og sérstætt hús, mætti kannski segja stórskorið. Það er vitaskuld nokkuð ólíkt nærliggjandi funkishúsum frá 4. áratugnum að gerð, enda kannski eðlilegt þegar um er að ræða nærri 50 árum yngra hús. Húsið er í frábærri hirðu og snyrtilega frágengið sem og allt umhverfi þess. Allt er húsið og umhverfi þess mjög svipmikið og skrautlegt, t.a.m. veglegar ljónastyttur við inngöngutröppur svo fátt eitt sé nefnt. Myndin er tekin þann 24. febrúar 2019.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Gaman er að skoða þessar gömlu auglýsingar, m.a. frá Stefni. Sagt er frá því í Íslenskri fyndni að sá sem stofnaði bílastöðina hafi beðið hagyrðing að yrkja vísu til að auglýsa hana. Vísan varð svona:

Vörubílastöðin Stefnir / stendur Polli hjá.                                  Ökuþórar illa gefnir / aka henni frá.

Vísan var ekki notuð til auglýsingar, en sjálfsagt hafa margir lært hana samt. Kannastu við þetta?

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 23.6.2019 kl. 15:49

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já þessar gömlu auglýsingar eru æði skemmtilegar og heilmikið heimildagildi í þeim. Hef heyrt þessa vísu, já, en er ekki kunnugt um höfundinn eða nokkur frekari deili á henni. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 24.6.2019 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 440779

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband