25.1.2020 | 10:10
Hús dagsins: Möðruvallastræti 10
Möðruvallastræti reisti Páll Sigurgeirsson kaupmaður árið 1938. Hann fékk lóðina og byggingarleyfi fyrir hús úr steinsteypu, eina hæð á kjallara að stærð 8,5x9,5m. Teikningarnar gerði Halldór Halldórsson og var húsið einfalt funkishús með lágu þaki.
Möðruvallastræti 10 mætti líklega kalla tvílyft með lágu einhalla þaki en efri hæð er raunar uppbyggð þakhæð með útstæðum þakköntum á hæðarskilum. Þannig mætti eflaust einnig segja húsið einlyft með háu valma/einhallaþaki, en látum það liggja milli hluta. En húsið stendur á lágum kjallara. Veggir eru múrsléttaðir en bárujárn á þaki og einfaldir póstar í gluggum. Á neðri hæð eru horngluggar í anda funkisstefnunnar, en á efri hæð er sérstök gluggasetning í anda módernisma, enda er efri hæðin byggð tveimur áratugum síðar. Þar er nokkuð áberandi röð samliggjandi glugga í ramma með timburklæðningu.
Páll Sigurgeirsson, sem byggði húsið var fæddur á Stóruvöllum í Bárðardal. Hann var sonur þeirra Sigurgeirs Jónssonar organista og Júlíönu Friðriksdóttur, en þau fluttust til Akureyrar 1906 og byggðu þar Spítalaveg 15. Páll var bróðir þeirra Eðvarðs og Vigfúsar ljósmyndara, en sá fyrrnefndi bjó lengi vel á Möðruvallastræti 4. Páll var umsvifamikill verslunarmaður og rak um árabil hinna valinkunnu Brauns verslun, frá 1932 til 1956, en þaðan hafði hann ráðist til starfa 15 ára gamall árið 1911. Páll var kvæntur Sigríði Oddsdóttur frá Sámsstöðum í Fljótshlíð. Þau Páll og Sigríður fluttust til Reykjavíkur árið 1961, er Páll hætti verslunarstörfum. Sonur þeirra, Sverrir og kona hans Ellen Pálsson bjuggu hér áfram um áratugaskeið. Ræktuðu þau þarna gróskumikinn skrúðgarð, sem hlaut m.a. viðurkenningu Fegrunarfélags Akureyrar sumarið 1961. Sverrir Pálsson var skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar um langt skeið, eða frá 1963 til 1989 en hann hóf að kenna þar árið 1947. Sverrir var einnig mikilvirkur rithöfundur, og eftir hann liggur m.a. hið veglega rit, Saga Akureyrarkirkju. Árið 1958 byggðu þau Ellen og Sverrir upp aðra hæð hússins, eftir teikningum Jóns Geirs Ágútssonar. Fékk húsið þá það lag sem það hefur æ síðan. Húsinu hefur líkast til alla tíð verið vel við haldið, allavega virðist það í mjög góðu standi.
Möðruvallastræti 10 er látlaust en stórbrotið hús og gefur innrömmuð gluggaröð þakhæðar húsinu sinn sérstaka en jafnframt skemmtilega svip. Í Húsakönnun 2016 er það flokkað sem einkennileg blanda funkisstíls og modernisma og hlýtur fyrir vikið lægra varðveislugildi en nærliggjandi hús (3. stigs). Þeim sem þetta ritar þykir húsið hins vegar áhugavert og sérstætt í útliti. Ekki skemmir fyrir að húsið er í mjög góðri hirðu og frágangur þess hinn snyrtilegasti. Lóðin er einnig gróskumikill og vel hirt og hún römmuð inn af steyptri stöplagirðingu með járnavirki. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin þann 27. október 2019.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 816, 25. maí 1938. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 38
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 487
- Frá upphafi: 436826
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 315
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.