Hús dagsins: Þingvallastræti 18

Áður en haldið er af Laugargötu á Skólastíg skulum við bregða okkur yfir Sundlaugarsvæðið á norðausturhorn Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis, en þar stendur reisulegt steinhús frá miðjum fjórða áratug 20. aldar...

Þingvallastræti 18 reistu þeir Sigurður O. Björnsson prentsmiðjustjóri og bróðir hans, Þór O. Björnsson árið 1935. Þeir fengu byggingaleyfi fyrir húsi á tveimur hæðum P2100888á kjallara, byggðu úr steinsteypu  11,2x8,85m að stærð. Í júní 1936 fær Sigurður leyfi til að sleppa „falskri hurð“ og breyta gluggum. Teikningarnar að húsinu gerði Gunnar R. Pálsson.  

Þingvallastræti 18 er tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni og með lágu valmaþaki. Á bakhlið (norðurhlið) er viðbygging sem skagar til vesturs og eru þar svalir. Krosspóstar með skiptum þverfögum eru í flestum gluggum hússins, bárujárn á þaki og steiningarmúr á veggjum. Byggt var við  húsið í áföngum árin 1942-47 eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar og Guðmundar Gunnarssonar.  Árið 1958 var þaki breytt úr flötu í valmaþaki og fékk húsið þá það lag sem það síðan hefur.

Þeir bræður, Sigurður og Þór O. voru synir Odds Björnssonar, sem stofnsetti hið valinkunna Prentverk Odds Björnssonar (POB), eitt af helstu stórfyrirtækjum Akureyrar á 20. öld. Sigurður O. tók við rekstri föður síns á prentsmiðjunni og stýrði henni um árabil en hann var einnig mjög virkur í hinum ýmsu félagsstarfi, m.a. kórsöng og skógrækt. Seinni eiginkona Sigurðar var Kristín Bjarnadóttir og bjuggu þau hér um áratugaskeið. Sigurður lést í ársbyrjun 1975 og Kristín áratug síðar. Þór O. Björnsson starfaði um áratugaskeið hjá KEA og var lengst af forstjóri Véla- og varahlutadeild félagsins. Húsið var frá upphafi tvíbýli með íbúð á hvorri hæð. Margir hafa búið í húsinu en þarna var einnig félagsheimili Skákfélags Akureyrar í rúman áratug. En Skákfélagið festi kaup á efri hæð hússins árið 1986 og hafði þar aðsetur fram undir aldamót. Nú eru í húsinu þrjár íbúðir, ein á efri hæð og tvær á þeirri neðri.                                                                                    Þingvallastræti 18 er stórbrotið og reisulegt hús, stórt funkishús með seinni tíma viðbótum í góðri hirðu og sómir sér vel á fjölförnum gatnamótum. Lóðin er vel gróin og í góðri hirðu og hana prýða m.a. birki- og reynitré. Ekki fer þó mikið fyrir gróanda á þessari mynd, þar sem hún er tekin þann 10. febrúar 2019- fyrir réttu og sléttu ári þegar þetta er ritað og birt.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr.760, 3. okt 1935. Fundur nr. 776, 20. júní 1936. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 17
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 466
  • Frá upphafi: 436805

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 297
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband