15.7.2020 | 14:57
Hús dagsins: Skipagata 14; Alþýðuhúsið.
Skipagata 14 er eitt af tilkomumestu stórhýsum Miðbæjarins og nokkuð áberandi kennileiti, t.d. séð frá þjóðveginum, Torfunefi og Hofi. Húsið er að mestu byggt árin 1983-84 en elsti hluti hússins, neðsta hæðin, var byggður um 1952. Þá stóð til að reisa mikla byggingu KEA. Norðurhluti byggingarinnar reis að fullu, fjórar hæðir, og varð Skipagata 12. Skipagata 14 var hins vegar lengi vel aðeins ein hæð. Bygging efri hæða Skipagötu 14 var samvinnuverkefni verkalýðsfélaganna á Akureyri og var ætlað að verða sameiginlegt aðsetur þeirra. Kallast húsið Alþýðuhúsið. Teikningarnar að húsinu gerði Aðalsteinn Júlíusson á Teiknistofunni Sf. vorið 1983. Nyrðri hluti neðri hæðar var hins vegar byggður eftir teikningum Mikaels Jóhannessonar; Verzlunarhús KEA og T.B. sem dagsettar eru 22. júlí 1952.
Skipagata 14 er fimm hæða steinsteypuhús með valmaþaki. Efsta hæðin er eilítið smærri að grunnfleti, eða með svokölluðu penthouse lagi. Járn og þakdúkur er á þaki og múrhúð, ýmist slétt eða hömruð á veggjum.
Fyrstu árin eftir að neðsta hæð Skipagötu 14 reis hýsti hún afgreiðslu KEA, en í október 1959 innréttaði kaupfélagið veglegt þvottahús þarna. Nánar tiltekið Þvottahúsið Mjöll og var það starfrækt í húsnæðinu um árabil. Á suðurhluta lóðarinnar stóð einnig timburhús, sem flutt hafði verið á lóðina frá Svalbarðseyri, svonefnt Rauða hús. Þar var um að ræða timburhús, byggt um aldamótin 1900 og stóð upprunalega á Svalbarðsströnd, en flutt á þennan stað árið 1911. Þar voru á seinni árum afgreiðslur flutningafyrirtækja, m.a. Péturs og Valdimars. Rauða hús var fjarlægt í júní 1983, og flutt fram að Botni í Hrafnagilshreppi. Skömmu síðar hófst bygging Alþýðuhússins
Hið nýja Alþýðuhús var formlega tekið í notkun 26. júlí 1984. Á neðstu hæð hefur alla tíð verið útibú Íslandsbanka (Glitnis meðan hann var og hét) en veitingastaðir á efstu hæð. Enn er húsið aðsetur fjölmargra verkalýðsfélaga og einnig hefur Vinnumálastofnun aðsetur á annarri hæð. Þá eru hinar ýmsar skrifstofur og samkomusalir í húsinu. Kröfuganga Akureyringa á verkalýðsdaginn, 1. maí, leggur ævinlega af stað frá húsinu. Þá hefur efsta hæðin (penthouse hæðin) alla tíð hýst veitingastaði. Lengi vel var þar veitingastaður sem hét Fiðlarinn- væntanlega vísun í Fiðlarann á þakinu. Enn er veitingarekstur á efstu hæð, veitingahúsið Strikið. Útsýnið frá veitingasölunum er hreint og klárt stórkostlegt, yfir Pollinn, Eyrina, út eftir og fram eftir. sem KEA Skipagata 14 er ekki talin hafa varðveislugildi, enda á það yfirleitt við um eldri hús.
Skipagata 14, Alþýðuhúsið, fellur vel inn í götumynd Skipagötu og umhverfið, hönnun þess hefur að mörgu leyti tekið mið að nærliggjandi byggingum. Húsið er, í Húsakönnun 2014, ekki talið hafa verulegt varðveislugildi (enda á það yfirleitt ekki við um þetta nýleg hús) en talið hafa gildi fyrir götumynd Skipagötu. Enda er um að ræða áberandi og glæst kennileiti í Miðbænum. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 23
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 440
- Frá upphafi: 440797
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 214
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll enn. Ég fór oftar en einu sinni á kjúklingastað á 1.hæð í Skipagötu, 2012+2014 minnir mig. Mig minnir líka að hann hafi verið í þessu húsi - eða var hann á nr.12 í rýminu þar sem nú er Fish&chips staðurinn?
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 15.7.2020 kl. 15:49
Sæl.
Ég er nokkuð viss um að þú eigir við kjúklingastaðinn sem var á jarðhæð Skipagötu 12, þ.e. í sama rými og Fish ans Chips. Þarna var lengi vel, eða til ca. 2005, Crown Chicken en síðar var opnaður kjúklingastaður undir öðru nafni(verð að viðurkenna, að ég man ekki hvað sá hét, hvort það var Taste) í sama rými. Í millitíðinni var örugglega pizzastaðurinn Bryggjan í þessu plássi.
Arnór.
Arnór Bliki Hallmundsson, 16.7.2020 kl. 09:44
Sæll og takk f. svarið. Ég hef hirt fáeinar gamlar símaskrár á pappír, því ókosturinn við upplýsingar á netinu er að ekki er hægt að fletta upp hvernig hlutirnir voru áður. Í Símaskránni 2009 er skráður, auk Striksins, annar veitingastaður á Skipagötu 14, sem nefndist Parken. Ég held að ég hafi einu sinni farið þangað og kannski hefur þar fengist fleira en kjúllar, þótt ég fengi mér kjúkl.bita. En það getur ekki hafa verið 2014, því í símaskrá 2013 er aðeins Strikið þar.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 16.7.2020 kl. 12:03
Sæl aftur. Já, netið sem heimildaveita hefur sínar takmarkanir, þrátt fyrir alla sína möguleika. Gamlar símaskrár eru líka sannkallaður fjársjóður. Gæti hafa verið Parken, já, minnir þó að hann hafi verið á efri hæðum hússins- eitthvað samtengdur Strikinu. Maður virðist ósköp fljótur að gleyma hinum ýmsu veitingastöðum og verslunum og hvar þeir voru fyrir bara örfáum árum...á sama tíma og maður spáir mikið í, hvað fór fram í húsum bæjarins fyrir mörgum áratugum .
Arnór Bliki Hallmundsson, 17.7.2020 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.