Hús dagsins: Skipagata 16

Skipagötu 16 reistu þau Friðrik Vestmann og Guðrún Hjaltadóttir árið 1992P1190983 eftir teikningum Fanneyjar Hauksdóttur. Þau höfðu um árabil rekið ljósmyndafyrirtækið Pedrómyndir og var húsið reist undir starfsemi þess en íbúð þeirra hjóna var á efstu hæð hússins.

Skipagata 16 er reisulegt og svipmikið stórhýsi, steinsteypt á fjórum hæðum. Gluggar á fyrstu og annarri hæð eru stórir og víðir (verslunargluggar) og á efstu hæð eru miklar bogadregnar svalir áberandi. Efri hæðir hússins eru nokkuð minni að grunnfleti, og því er breið „sylla“ norðanmegin á húsinu. Húsið er mjög prýtt hinum ýmsu formum, smáum tíglum og hringlaga gluggum og sívalar súlur eru áberandi á framhlið og norðurhlið.  Helsta sérkenni hússins er þó  óneitanlega mikill hringlaga turn norðvestanmegin á húsinu. Í júní 1992 var nýtt húsnæði Pedrómynda tekið í notkun og enn er fyrirtækið starfrækt á jarðhæðinni. Enn er íbúð á efstu hæð en samkomusalir, skrifstofurými og fasteignasala á annarri og þriðju hæð.

Skipagata 16 er reisulegt og skrautlegt hús og ágætt kennileiti í Miðbænum og kallast nokkuð skemmtilega á við Alþýðuhúsið. Turninn gefur húsinu einmitt sérstakan og skemmtilegan svip, en löng hefð er fyrir turnum á Akureyrskum stórhýsum, sbr. Samkomuhúsið (1906) og húsið vestan við Skipagötu 16, þ.e. Hafnarstræti 96, París, bárujárnsklætt timburhús frá 1913. Í Húsakönnun 2014 er húsið sagt hafa mikið gildi fyrir götumynd- og það réttilega. Ekki er hins vegar talið að varðveislugildi hússins sé verulegt, enda á það sjaldnast við um svo „ungar“ byggingar. En kannski öðlast Skipagata 16 varðveislugildi - eða jafnvel friðun - síðar á þessari öld. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 21
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 438
  • Frá upphafi: 440795

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 212
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband