Hús dagsins: Ránargata 22

Ránargötu 22 reisti Ólafur Jónsson árið 1950. Haustið 1949 fékkP5010991 hann lóð næst norðan við Guðmund Jónatansson og leyfi til að reisa sér hús samkvæmt meðfylgjandi teikningu, en hana gerði Stefán Reykjalín. Skilyrði fyrir byggingunni var, að hvort tveggja loft væru úr járnbentri steinsteypu.

Ránargata 22 er tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki, bárujárni á þaki, krosspóstum í flestum gluggum og steiningarmúr á veggjum. Að norðaustan er mjótt útskot, en grunnflötur hússins skv. teikningum er um 8,20x10,45m. Fyrir miðri framhlið er nokkurs konar rammi eða steyptar súlur utan um glugga og ná þær uppeftir öllu húsinu. Á milli gluggana, sem eru nokkuð stærri en aðrir gluggar hússins og með margskiptum póstum, eru steypt, lóðrétt bönd. Setur þetta skemmtilegan svip á svip og gefur því ákveðið sérkenni. Á teikningum var gert ráð fyrir bílskúr, sambyggðum húsinu, að norðaustan. Hann reis hins vegar nokkrum árum síðar og þá stakstæður, en árið 1956 sóttu þeir Tryggvi Sæmundsson og Ólafur um byggingarleyfi fyrir bílskúr, eftir teikningum hins síðarnefnda.

Á timarit.is virðist ekki fara mörgum sögum af Ólafi Jónssyni og fjölskyldu hans í Ránargötu 22. Raunar fer fáum sögum af húsinu þar, en niðurstöður þar eru eitthvað á þriðja tuginn, en 40-50 er ekki óalgengur fjöldi niðurstaða, þegar í hlut eiga íbúðarhús frá miðri 20. Öld. (Að sjálfsögðu er timarit.is ekki upphaf og endir alls, hvað heimildir varðar). Árið 1954 auglýsir Konráð Sæmundsson neðri hæð Ránargötu 22 til sölu, svo væntanlega hefur Ólafur búið á þeirri efri. Líklega hefur bróðir Konráðs, Tryggvi Sæmundsson keypt af honum íbúðina, en hann er fluttur í húsið árið 1955. Tryggvi, sem fæddur var og uppalin á Hjalteyri starfaði sem múrari og byggingameistari og teiknaði fjölmörg hús, m.a. við Ránargötu og Norðurgötu. Hafa svo ýmsir búið hér í lengri eða skemmri tíma og mun húsið næsta lítið breytt frá upphaflegri gerð.

Ránargata 22 er reisulegt glæst hús undir áhrifum frá funkisstíl. Umbúnaður í kringum gluggana á framhlið gefur því skemmtilegan og skrautlegan svip. Það er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði í umhverfinu. Sama á við um lóðina, sem er vel gróin og í góðri hirðu. Hana, líkt og flestar lóðir við götuna, prýðir vandaður steyptur veggur á lóðarmörkum. Síðuhafi veit ekki til þess, að unnin hafi verið húsakönnun um þennan hluta Oddeyrar svo ekki liggur fyrir hvort húsið, eða önnur hús við Ránargötuna, hafi varðveislugildi. Álit síðuhafa á því, hvort einstök hús við Ránargötu eða Ránargatan öll ætti að hafa varðveislugildi ætti að liggja ljóst fyrir. Meðfylgjandi mynd er tekin þ. 12. sept. 2021

    

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr.1114, 21. okt. 1949. Fundur nr.1252, 3. ágúst 1956. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 474
  • Frá upphafi: 436829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband