Hús dagsins: Ægisgata 15

Árið 1943 fengu þeir Jóhannes Jósefsson og Björn Jónsson lóð við Ægisgötu, P5010998næst norðan við Þórhall Guðmundsson (Eyrarvegur 35) og fengu jafnframt að reisa þar hús á einni hæð með lágum grunni með valmaþaki. Húsið, sem byggt var eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar var byggt úr r-steini 10x8,5m að grunnfleti.

Ægisgata 15 er einlyft steinhús með valmaþaki. Lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum eru í flestum gluggum, bárujárn á þaki og steinmulningur á veggjum. Ein íbúð er í húsinu.

Mögulega hafa þeir  Jóhannes og Björn reist húsið sem byggingaverktakar og selt það svo. Hugsanlega Marinó Tryggvasyni, sem í febrúar 1945 auglýsir það til sölu. Þá flutti hingað inn Axel Jóhannesson frá Móbergi í Langadal og kona hans Birna Björnsdóttir frá Vopnafirði. Ekki er hægt að segja að eigendaskipti hafi verið tíð á þessu húsi, en Axel og Birna bjuggu þau hér alla sína tíð eða í um 65 ár. Birna lést 2010 en Axel bjó hér áfram, og hafði búið hér í um 70 ár er hann fluttist á Hlíð. Axel vann við húsgagnasmíði allan sinn starfsaldur, á verkstæðum m.a. í Glerárgötu 5, Eiðsvallagötu 18 hjá Níels Hanssyni en þeir sinntu húsgagnaframleiðslu fyrir Jón í Kjarna. Norðanmegin á lóðinni stendur bílskúr, en hann byggði Axel árið 1975. Þar kom hann upp verkstæði, þar sem hann smíðaði húsgögn fyrir hina valinkunnu húsgagnaverslun Augsýn. Axel Jóhannesson lést árið 2018 og var þá elstur karla á Akureyri, 102 ára að aldri.

Ægisgata 15 er látlaust en glæst hús og er í mjög góðri hirðu. Hefur það líkast til alla tíð hlotið fyrirtaks viðhald, en það er oftast tilfellið þegar sömu eigendur eru að húsunum svo áratugum skiptir. Að ekki sé talað um, þegar í hlut eiga hagleiksmenn. Lóðin er einnig vel gróin og við lóðarmörk eru steyptir stöplar með járnavirki. Ægisgatan er að mati síðuhafa sérlega merk og áhugaverð heild. Öll gatan, frá upphafi til enda, er skipuð keimlíkum hús, sem öll með tölu eru einlyft með lágum valmaþökum og undir áhrifum frá funkisstíl. Ekki hefur verið unnin húsakönnun fyrir þennan hluta Oddeyrar en það er mat síðuhafa að Ægisgötuna ætti að friða og varðveita sem götumynd. (Og hananú!). Myndin er tekin 1. maí 2021.   

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 951, 30. júlí 1943. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 2

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 288
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband