14.11.2021 | 13:47
Hatta frá Rauðhúsum
Það er óbærilegt að hugsa til þess, hvernig vist þess sauðfjár er, sem liggur vikum saman í fönn og alltaf ljúft þegar fréttir berast af björgun þess. Heppni að þessir ágætu rjúpnaskyttur áttu leið þarna hjá. Enda þótt gera megi ráð fyrir því, að sauðfé sem ekki skilast heim að hausti sé bráður bani búinn eru þó fjölmörg dæmi um kindur, sem legið hafa úti vikum- og jafnvel mánuðum saman undir fönn og fundist á lífi. Kannski er eitt frægasta tilfellið kind, sem uppi var í Eyjafirði fyrir um 300 árum síðan. Nokkuð ítarlegri frásögn af henni má finna í Búnaðarritinu 1. tbl. frá 1896 en hér stikla ég aðeins á stóru.
Þetta mun hafa verið á fyrri hluta 18. aldar. Þá bjó í Rauðhúsum (ofan Melgerðismela, um 25km frá Akureyri) Ólafur nokkur. Ein af hans eftirlætisám var höttótt, tvævetra þegar þetta gerðist og nefndist Hatta. Það mun hafa verið í október eða "skömmu fyrir veturnætur" sem Ólafur fór í skreiðarferð. Haustið hafði verið mjög milt og fé þannig ekki komið inn en haft í heimahögum. En eins og verða vill á þessum tíma árs, skall stórhríð á fyrirvaralaust. Var Ólafur þá enn ókominn. Fylgir sögunni, að "enginn karlmaður hafi verið á heimilinu" í fjarveru Ólafs og þannig mun ekki hafa reynst unnt að ná fénu inn. Það var væntanlega hvorki verk fyrir konur né börn/unglinga. Allt hafði fennt í kaf þegar Ólafur sneri til baka og tók hann til óspilltra málanna við að leita fjárins og fannst það allt, ýmist dautt eða lifandi. Nema hvað, Höttu vantaði. Var hún talin af og víst að liggja myndi hún dauð undir fönninni. Það finnst í hlákunni sem falið er snjónum og á útmánuðum fór að hlána verulega. Þetta var mögulega í byrjun mars. Athugaði Ólafur þá á hverjum degi skafl nokkurn, er hann taldi Höttu hafa drepist. Dag einn tók hann eftir dæld nokkurri í fönninni og er hann ætlaði að athuga hana, pompaði hann niður í holrými og hver leyndist þar undir nema Hatta- sprelllifandi! Var hún auðvitað orðin afar mögur en ótrúlega vel á sig komin miðað við allt, hafði t.a.m. ekki étið af sér ull. Ekki mun hún hafa komist í æti svo nokkru nemi, en sögunni fylgir, að snjór hafi verið allt í kringum hana. Voru þá liðnar 18 vikur frá stórhríðinni ógurlegu eða um fjórir mánuðir. Hatta braggaðist vel og náði 12 vetra aldri.
Rauðhús ofan Melgerðismela. Myndin er tekin af þjóðveginum en skaflinn, þar sem Hatta dvaldist um fjögurra mánaða skeið, mun hafa verið á svipuðum slóðum og vegurinn liggur. Rauðhús fóru í eyði fóru áratugum síðan, en nú eru þar sumarbústaðir. Mynd tekin 23. apríl 2020.
Hvort líklegt sé, að einhver þessara skjáta reki ættir sínar til Fannar-Höttu hef ég ekki græna glóru um. Hins vegar gæti hún einhvern tíma hafa gengið um þessar slóðir en þetta er á Eyjafjarðardal, myndin tekin 13. ágúst 2021.
Fundu lifandi kind grafna í fönn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 16
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 465
- Frá upphafi: 436804
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 296
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.