Hatta frá Rauðhúsum

Það er óbærilegt að hugsa til þess, hvernig vist þess sauðfjár er, sem liggur vikum saman í fönn og alltaf ljúft þegar fréttir berast af björgun þess. Heppni að þessir ágætu rjúpnaskyttur áttu leið þarna hjá. Enda þótt gera megi ráð fyrir því, að sauðfé sem ekki skilast heim að hausti sé bráður bani búinn eru þó fjölmörg dæmi um kindur, sem legið hafa úti vikum- og jafnvel mánuðum saman undir fönn og fundist á lífi. Kannski er eitt frægasta tilfellið kind, sem uppi var í Eyjafirði fyrir um 300 árum síðan. Nokkuð ítarlegri frásögn af henni má finna í Búnaðarritinu 1. tbl. frá 1896 en hér stikla ég aðeins á stóru.

Þetta mun hafa verið á fyrri hluta 18. aldar. Þá bjó í Rauðhúsum (ofan Melgerðismela, um 25km frá Akureyri) Ólafur nokkur. Ein af hans eftirlætisám var höttótt, tvævetra þegar þetta gerðist og nefndist Hatta. Það mun hafa verið í október eða "skömmu fyrir veturnætur" sem Ólafur fór í skreiðarferð. Haustið hafði verið mjög milt og fé þannig ekki komið inn en haft í heimahögum. En eins og verða vill á þessum tíma árs, skall stórhríð á fyrirvaralaust. Var Ólafur þá enn ókominn. Fylgir sögunni, að "enginn karlmaður hafi verið á heimilinu" í fjarveru Ólafs og þannig mun ekki hafa reynst unnt að ná fénu inn. Það var væntanlega hvorki verk fyrir konur né börn/unglinga. Allt hafði fennt í kaf þegar Ólafur sneri til baka og tók hann til óspilltra málanna við að leita fjárins og fannst það allt, ýmist dautt eða lifandi. Nema hvað, Höttu vantaði. Var hún talin af og víst að liggja myndi hún dauð undir fönninni. Það finnst í hlákunni sem falið er snjónum og á útmánuðum fór að hlána verulega. Þetta var mögulega í byrjun mars. Athugaði Ólafur þá á hverjum degi skafl nokkurn, er hann taldi Höttu hafa drepist. Dag einn tók hann eftir dæld nokkurri í fönninni og er hann ætlaði að athuga hana, pompaði hann niður í holrými og hver leyndist þar undir nema Hatta- sprelllifandi! Var hún auðvitað orðin afar mögur en ótrúlega vel á sig komin miðað við allt, hafði t.a.m. ekki étið af sér ull. Ekki mun hún hafa komist í æti svo nokkru nemi, en sögunni fylgir, að snjór hafi verið allt í kringum hana. Voru þá liðnar 18 vikur frá stórhríðinni ógurlegu eða um fjórir mánuðir. Hatta braggaðist vel og náði 12 vetra aldri.

P4230977 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rauðhús ofan Melgerðismela. Myndin er tekin af þjóðveginum en skaflinn, þar sem Hatta dvaldist um fjögurra mánaða skeið, mun hafa verið á svipuðum slóðum og vegurinn liggur. Rauðhús fóru í eyði fóru áratugum síðan, en nú eru þar sumarbústaðir. Mynd tekin 23. apríl 2020. 

P8131088

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvort líklegt sé, að einhver þessara skjáta reki ættir sínar til Fannar-Höttu hef ég ekki græna glóru um. Hins vegar gæti hún einhvern tíma hafa gengið um þessar slóðir en þetta er á Eyjafjarðardal, myndin tekin 13. ágúst 2021. 


mbl.is Fundu lifandi kind grafna í fönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 436804

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 296
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband