Hús dagsins: Ægisgata 27

Ægisgötu 27 mun Guðmundur Magnússon múrarameistari (Sjá Ægisgötu 17) P5011011hafa reist fyrir nafna sinn Guðmund Gíslason. Mögulega hefur sá fyrrnefndi einnig teiknað húsið. Guðmundur Gíslason fær lóðina og byggingarleyfið í apríl 1944 og fær að reisa hús á einni hæð á lágum grunni með valmaþaki (það var í rauninni ekki annað í boði en að reisa með því lagi). Stærð hússins 8x10m. Árið 1951 fékk Guðmundur Gíslason að byggja við húsið skv. meðfylgjandi teikningu, en honum var gert að fjarlægja glugga til austurs og viðbygging skyldi færð 70 cm til norðurs (hefur mögulega verið of nærri lóðarmörkum). Sama ár var byggt við húsið sunnan við, Ægisgötu 25, á sama hátt. Upprunalegar teikningar að húsinu liggja ekki fyrir, en teikningarnar að viðbyggingunni gerði Hannes H. Pálmason.

Ægisgata 27 er eins og önnur hús við götuna einlyft steinhús með lágu valmaþaki. Að suðaustanverðu er bakálma, viðbygging, sem samkvæmt teikningu er 6,7x5,1m að grunnfleti. Á veggjum er steiningarmúr, bárujárn á þaki og lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum í flestum gluggum.

Guðmundur Gíslason, skipstjóri, var úr Fljótum, fæddur árið 1893 að Minna Holti. Samkvæmt manntalsspjaldskrá fyrir árin 1941-50 flutti hingað inn 5. maí 1945, frá Ólafsfirði. Kona hans var Jónína Jónsdóttir (1898-1985). Þau bjuggu hér í rúman áratug, eða til ársins 1958. Árið 1951 byggðu þau við húsið til suðausturs, samtímis Jóni og Jóhönnu Norðfjörð í næsta húsi sunnan við, en viðbyggingin hér var ívið stærri. Árið 1957 hlutu þau Guðmundur og Jónína silfurbikar Fegrunarfélagsins fyrir garðinn. Ári síðar   auglýsir Guðmundur húsið til sölu. Sá sem keypti húsið var Vilhjálmur Jóhannesson, sem fram að því hafði verið stórbóndi á Litla Hóli. Í dálki í Alþýðumanninum, 10. júní 1958, þar sem segir frá jarðakaupum og flutningum bænda kemur fram, að Vilhjálmur sé að bregða búi og flytjast hingað. Sjálfsagt hefur fyrrum bóndinn ræktað garðinn áfram af alúð og natni.

Ægisgata 27 er reisulegt en látlaust hús og í mjög góðri hirðu, hefur sjálfsagt alla tíð hlotið gott. Lóðin er einnig mjög gróskumikil og þar eru mikil og skrautleg blómabeð ásamt gróskumiklum trjám. Hefur honum líkast verið vel við haldið alla tíð, allt frá því tíð Guðmundar og Jónínu. Á lóðarmörkum eru steyptir stöplar með járnavirki er hún einnig í góðri hirðu. Húsið er hluti hinnar miklu og heilsteyptu götumyndar lágreistra steinhúsa í funkisstíl með valmaþaki, sem síðuhafi telur að verðskuldi friðun í heild sinni. Svosem oft hefur komið fram. Myndin er tekin þ. 1. maí 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 971, 14. apríl 1944. Fundargerðir 1948-57. Fundur nr. 1138, 22. júní 1951.

Manntalsspjaldsspjaldskrá 1941-50.

Hvort tveggja varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 24
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 515
  • Frá upphafi: 436910

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 346
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband