Hús dagsins: Ægisgata 28

Ægisgötu 28 reisti Hannes Pálmason 1971 eftir teikningum Hauks Haraldssonar.P5011013 Fékk hann ásamt Matthíasi Þorbergssyni, tvær nyrstu lóðirnar austan Ægisgötunnar. Hannes fékk þá nyrðri, nr. 28.  Fengu þeir að reisa sitt einbýlishúsið hvor, eftir teikningu Hauks Haraldssonar og segir í bókun Bygginganefndar að Matthías fái að reisa einbýlishús úr holsteini eftir teikningu Hauks Haraldssonar. Fékk hann undanþágu hvað varðaði glugga á norðurhlið og fjarlægð frá lóðarmörkum var 1,5 m.

Ægisgata 28 er einlyft steinhús með lágu valmaþaki, með múrsléttuðum veggjum, bárujárni á þaki og lóðréttum póstum í flestum gluggum. Nyrsti hluti hússins skagar eilítið fram en í þeirri álmu er bílskúr, sambyggður húsinu eða kannski öllu heldur innbyggður.

Ægisgata 28 er byggt sem einbýlishús og hefur verið það mest alla tíð. Húsið er reisulegt og snyrtilegt og í góðri hirðu. Það er byggt töluvert seinna en nærliggjandi hús en við hönnun þess hefur greinilega verið tekið mikið af þeirri húsaröð sem þarna var (og er) fyrir. Það er mjög mikilvægt að mati síðuhafa, að þegar byggt er við rótgrónar götumyndir, að ný hús séu í samræmi við þá götumynd sem fyrir er. Enda þótt fjölbreyttar götumyndir geti jú verið skemmtilegar. Í tilfellum nyrstu húsa Ægisgötunnar hefur þetta heppnast nokkurn veginn fullkomlega, og varla hægt að segja að þau skeri sig nokkuð úr, nema ef vera skyldi, að grunnflötur húsa nr. 26 og 28 er ívið stærri en nærliggjandi húsa. En það flokkar síðuhafi sem smámuni í þessu samhengi. Síðustu pistlar hafa endað á orðunum: Að lokum legg ég til að Ægisgatan verði friðuð í heild sinni. Það á svo sannarlega líka við um yngri húsin austanmegin og yst við götuna. Myndin er tekin þ. 1. maí 2021.

Heimildir:. Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir ársins 1971. Fundur nr.1640, 27. janúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 436911

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband