Eyrarvegur

Formálinn að pistli um hús nr.1-3 við Eyrarveg var orðin svo langur, að ég taldi réttast að gera hann að sjálfstæðum pistli, nokkurs konar kynningu á Eyrarvegi. Rati þessi skrif einhvern tíma á prent, hefði ég í hyggju, að í upphafi umfjöllunar um hverja götu kæmi inngangskafli á borð við þennan. 

Eyrarvegur liggur austur-vestur um nokkurn veginn miðja Oddeyri. Hann liggur frá Glerárgötu í vestri að Hjalteyrargötu í austri. Norðurgata, Ránargata og Ægisgata skera Eyrarveginn en vestast eða efst (á Oddeyrinni er nefnilega örlítill hæðarmismunur til vesturs, eða að rótum Brekkunnar) ganga göturnar Hvannavellir og Sólvellir til norðurs. Gatan er lögð eftir fyrsta Aðalskipulagi Akureyrar, sem samþykkt var árið 1927 og hannað af Guðjóni Samúelssyni, en gatan tók hins vegar ekki að byggjast fyrr en 1939 og byggðist að mestu upp á 5. áratugnum.   Guðjón Samúelsson  á einmitt líka heiðurinn af mikilli húsaþyrpingu, ansi áhugaverðri, sem stendur norðan götunnar. Um er að ræða eitt fyrsta skipulagða hverfi verkamannabústaða á Akureyri, en áður höfðu risið stök hús eða fáein, eftir lögum um verkamannabústaði frá 1929.

  Eitt helsta sérkenni götunnar er ríflega 1 ha. grasflöt eða skrúðgarðurP6221000norðanmegin við götuna, vestan Norðurgötu.  Garður þessi er sannkölluð græn perla í hverfinu og kallast skemmtilega á við Eiðsvöllinn, spölkorni sunnar á Eyrinni. Garðurinn er rammaður inn af nokkurs konar safngötu eða "undirgötu" innan Eyrarvegar. Er Eyrarvegur ein fyrsta gatan á Akureyri, sem skipulögð er með þeim hætti. Aðrar götur með „undirgötum“ eru t.d. Borgarsíða í Glerárþorpi, og Eikarlundur í Lundahverfi, en þær eru byggðar áratugum síðar. Svipað fyrirkomulag sést einnig í Giljahverfi, sem byggt er á síðustu árum 20. aldar. Fyrrgreindir verkamannabústaðir raðast margir hverjir í kringum garðinn.  Skrúðgarðurinn við Eyrarveg er til mikillar prýði í umhverfinu og setur skemmtilegan svip á umhverfið. Mun garðurinn þó allur hafa verið mun gróskumeiri áður fyrr, og hinni víðfrægu reglu stíft fylgt eftir: Gangið ekki á grasinu

Sunnanmegin götunnar og neðan Ránargötu standa hús, áþekk húsunum við Ægisgötu, einlyft steinhús með valmaþökum. Einu húsin við Eyrarveg, sem eru á tveimur hæðum, standa á hornunum við Norðurgötu og Ránargötu- í samræmi við húsin við þær götur. Við sunnanverðan Eyrarveg, vestast, er að finna nokkrar víðlendustu íbúðarhúsalóðir Oddeyrar, ásamt samliggjandi lóðum við Fjólugötu. Kemur það til af því, að göturnar sveigja hvor í sína áttina, Eyrarvegur liggur nokkurn vegin beina stefnu A-V milli Glerárgötu og Norðurgötu en Fjólugata sveigir hins vegar ákveðið til suðvesturs frá Norðurgötu. Norðurgata og Glerárgötu sveigja hins vegar til austurs annars vegar og vesturs hins vegar. (Framangreindar setningar eru eflaust afar torskildar þeim, sem ekki þekkja til á Akureyri wink) Eyrarvegur er um 520m að lengd, en götuboginn, sem liggur kringum græna svæðið er um 130m. Meðfylgjandi mynd er tekin 22. júní 2021 og sýnir garðinn geðþekka við Eyrarveg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • PA021039
  • P8291019
  • page07
  • page02
  • page01

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 148
  • Sl. sólarhring: 168
  • Sl. viku: 373
  • Frá upphafi: 437433

Annað

  • Innlit í dag: 131
  • Innlit sl. viku: 264
  • Gestir í dag: 129
  • IP-tölur í dag: 126

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband