12.1.2022 | 18:39
Hús dagsins: Eyrarvegur 1-3
Sumarið 1939 mun hafa verið annálað góðviðris- og hlýindasumar. Þá var Byggingafélag Akureyrar, með Erling Friðjónsson kaupfélagsstjóra í broddi fylkingar, stórhuga um byggingu verkamannabústaða. Þá, sem nú, var bráður húsnæðisskortur landlægur, einkum meðal tekjulægri einstaklinga. 1. ágúst 1939 sendi Erlingur beiðni til Bygginganefndar fyrir hvorki meira né minna en 50 lóðir til uppbyggingar verkamannabústaða. Óskaði hann eftir lóðum við Fjólugötu að norðan, Hörgárbraut [nú Glerárgata] að austan og niður með Eyrarvegi beggja megin. Ætlunin var, að byggja þar einlyft hús.
Niðurstaða bygginganefndar var sú, að Byggingafélagið fengi 3 lóðir við hvort tveggja Fjólugötu og Hörgárbraut en áréttaði, að ekki væri búið að skipuleggja byggð norðan Eyrargötu [svo]. Þá fékk Byggingafélagið lóðirnar við Eyrarveg. Bygginganefnd áréttaði einnig, að ekki væri í boði að fá svo mörgum lóðum úthlutað í einu, en þeim væri hægt að úthluta jafnóðum og byggt væri. Ætlun Byggingafélagsins, að reisa einlyft hús við Fjólugötu og Hörgárbraut, gekk í berhögg við fyrirliggjandi skipulag og var því vísað til Skipulagsnefndar. Þann 18. sept. lá fyrir erindi vegamálastjóra og formanns Skipulagsnefndar, Geirs Zoega: Heppilegast væri að reisa fyrirhugaða verkamannabústaði við þessar götur við Eyrarveg að norðan, á sérstökum reit, sem fyrirhugaður var til þess, samkvæmt uppdrætti. Féllst Bygginganefnd á, að Byggingafélagið fengi vestasta hluta þess reits. Fékk Byggingafélagið þrjár lóðir til að byrja með ásamt byggingarleyfi: Húsin eru ein hæð án kjallara, 14,60x7,5m, úr steinsteypu með bárujárnsþaki. Tvær íbúðir í hverju húsi. (Bygg.nefnd. Ak 1939:842) Sem áður segir, eru húsin reist eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, en einnig mun Bárður Ísleifsson, sem starfaði náið með Guðjóni hafa komið að hönnun húsanna. Í einhverri sögugöngu um Oddeyrina minnist höfundur þess, að hafa heyrt þessi hús kölluð Erlingshús, væntanlega eftir téðum Erlingi Friðjónssyni.
Eyrarvegur 1-3 er einlyft steinhús með lágu risi. Húsið er samhverft A-V og á endum burstir eða álmur sem snúa stöfnum N-S. Veggir eru múrsléttaðir, bárujárn á þaki og einfaldir lóðréttir póstar í flestum gluggum. Áfastir bílskúrar eru við báða enda hússins og þar um síðari tíma viðbyggingar að ræða.
Árið 1942 voru heimilaðar smávægilegar breytingar á húsunum, í samræmi við þau sem verið var að reisa þá, sem fólust í því, að geymslurými þeirra var stækkað um 1,20. Árið 1952 leyfir Bygginganefnd einnig breytingar á húsunum við Eyrarveg. Væntanlega er þar um að ræða endaálmurnar eða burstirnar sem nú eru á flestum húsunum- þó ekki öllum. Fengu húsin þá flest það lag, sem þau nú hafa. Áfastir bílskúrar voru reistir við Eyrarveg 1-3, árið 1974 norðan við Eyrarveg 1 eftir teikningum Björns Mikaelssonar. Viðbygging til norðurs ásamt bílskúr, áföstum að austan var reist við nr. 3 árið 1978, einnig eftir teikningum Björns.
Í Manntali árið 1940 eru þrjú hús skráð við Eyrarveg, en ekkert þeirra með númeri. Eitt þeirra varð síðar Sólvellir 2-4. Í hverju húsi eru þó greinilega tvær íbúðir, svo húsin eru væntanlega Sólvellir 2-4, Eyrarvegur 1-3 og 5-7. Í Eyrarvegi 1 búa árið 1940 þau Jón M. Árnason og Dagmar Sveinsdóttir. Jón, sem var úr Svarfaðardalnum, nánar tiltekið frá Þverá, var vélstjóri og var um árabil verksmiðjustjóri á Krossanesi. Hann lést langt fyrir aldur fram árið 1962, aðeins 51 árs. Dagmar Sveinsdóttir (1913-1997)var fædd og uppalin á Akureyri og stundaði lengi verslunarstörf. Hún fluttist til Reykjavíkur 1972. Ýmsir hafa búið á Eyrarvegi 1 eftir þeirra tíð, en öllum auðnast að halda húsi og lóð vel við. Fyrstu íbúar Eyrarvegar 3 munu hafa verið þau Sigurjón Jóhannesson og Elín S. Valdemarsdóttir. Bjuggu þau hér til dánardægra, en Sigurjón lést 1970 og Elín 1976 (heimild: Íslendingabók). Þau voru bæði Þingeyingar, Sigurjón, sem mun lengst af hafa verið sjómaður, var frá Götu á Húsavík en Elín frá Garðsvík á Svalbarðsströnd.
Parhúsið við Eyrarveg 1-3 er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði í umhverfinu. Lóðirnar eru einnig sérlega gróskumiklar og vestanmegin, við Eyrarveg 1 er lítill sígrænn lundur, sem einnig snýr að Sólvöllum. Ekki kann höfundur að tegundagreina þessi gróskumiklu og glæstu tré en þar munu vera m.a. greni, degli (getgáta höfundar) og þinur. Hver sá sem fer um horn Eyrarvegar og Sólvalla finnur ætíð ljúfan ilm af þininum við Eyrarveg 1, angan sem oftar en ekki er ríkjandi á jólatrjáasölum og gæti kallast jólailmur. Húsið er hluti mikillar þyrpingar sams konar húsa, verkamannabústaða Byggingafélagsins, og ætti þessi merka torfa að sjálfsögðu að njóta friðunar. Það er a.m.k. álit höfundar. Myndirnar eru teknar þann 22. júní 2021.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 840, 10. ágúst 1939, nr. 842, 18. sept. 1939. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 920, 7. ágúst 1942. Fundargerðir 1948-57: Fundir nr. 1149, 22. feb. 1952, nr. 1158, 7. júlí 1952 Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Manntal á Akureyri 1940. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 5
- Sl. sólarhring: 236
- Sl. viku: 419
- Frá upphafi: 437548
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 294
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.