16.1.2022 | 18:00
Hús dagsins: Eyrarvegur 2a
Veitingahúsið Greifann þekkja sjálfsagt flestir, sem sótt hafa Akureyri heim og auðvitað íbúar bæjarins líka. Hann stendur í þjóðbraut, bókstaflega, því Þjóðvegur 1 gegnum Akureyri liggur um Glerárgötu, þar sem Greifinn er hús nr. 20. Norðan við Greifann liggur Eyrarvegur til austurs fast við þau gatnamót liggja Hvannavellir til norðurs. Bak við Greifann, sunnan við gatnamótin þreföldu er efsta hús Eyrarvegar. Það ber númerið 2a. Það var fullbyggt árið 1950, en Eyrarvegur var að mestu fullbyggður fáeinum árum fyrr, þ.á.m. nr. 2, sem reis 1945. Hús nr. 1 er t.d. nokkuð neðar en á móti Eyrarvegi 2a eru Hvannavellir 2 og Sólvellir 1. Þá var auðvitað enginn Greifi, heldur braggaþyrping þar sem veitingahúsið rómaða stendur nú.
En það var í júní 1949 að Adolf Ingimarsson fékk hornlóðina við Eyrarveg og byggingarleyfi. Byggingarlýsing fylgdi ekki en tekið fram að vegna umferðar væri ekki hægt að láta nema nokkurn hluta lóðar af hendi. Hvort einhvern tíma bættist við lóðina fylgir ekki sögunni, en aðeins um fjórir metrar skilja að vesturhlið hússins og lóðarmörkin við Greifann. Teikningarnar að húsinu gerði Sigurður Hannesson.
Eyrarvegur 2a er einlyft steinhús með lágu valmaþaki undir áhrifum funkisstíls, horngluggi á norðvesturhorni. Gluggapóstar eru þrískiptir með lóðréttum fögum og lóðrétt fögum uppi og niðri, sem gefur gluggunum og þar með húsinu, sérstakan svip. Veggir eru múrsléttaðir og bárujárn á þaki. Grunnflötur er nokkurn veginn ferningslaga, 11x11,15m.
Adolf Ingimarsson (1914-1982) var frá Uppsölum í Öngulsstaðahreppi- nú Eyjafjarðarsveit og kona hans var Jóna Sigríður Jónsdóttir (1920-2012) frá Goðdölum í Skagafirði. Adolf var mjög fær golfspilari og vakti athygli, þegar hann fór fyrstur holu í höggi á nýju golfvelli Akureyrar í júlí 1952. Þess má reyndar geta, að umræddur golfvöllur er nú löngu kominn undir byggð- í Byggðahverfi á syðri Brekkunni. Mun þetta hafa verið í þriðja skiptið, sem einhver fór holu í höggi í golfsögu bæjarins. Þau Adolf og Ingibjörg bjuggu hér um langt árabil, en þó nokkrir hafa átt og búið í húsinu eftir þeirra tíð, en öllum auðnast að halda því vel við í hvívetna. Það er nokkurn veginn óbreytt frá upphaflegri gerð, m.a. eru gluggapóstar sömu gerðar og á upprunalegri teikningu. Bílskúr var byggður á lóðinni, suðaustan við húsið, árið 1967 eftir teikningum Tómasar Búa Böðvarssonar.
Eyrarvegur 2a er látlaust en glæst hús í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði. Lóðin er einnig mjög gróskumikil og vel hirt og er þar m.a. lítið gróðurhús. Eyrarvegurinn er ein af mörgum skemmtilegum og áhugaverðum götumyndum eldri hverfa Akureyrar. Hún er eiginlega tvískipt; sunnanmegin eru funkishús með valmaþök, áþekk húsum við Ægisgötu en norðanmegin er þyrping verkamannabústaða með sérstæðu lagi. Að sjálfsögðu verðskulda öll þessi hús varðveislugildi að mati síðuhafa (þarf kannski ekki að spyrja að því ). Myndin er tekin þann 22. júní 2021.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1948-57. Fundur nr.1110, 24. júní 1949. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 41
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 437584
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 322
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.