Meðmæli: Húsin í bænum

Einn af áhugaverðari þáttum, ef ekki sá áhugaverðasti, sem í boði eru á dagskrá íslenskra sjónvarpsstöðva um þessar mundir er sýndur á N4 á fimmtudagskvöldum. Um er að ræða þáttinn Húsin í bænum í umsjón Árna Árnasonar arkitekts. Í þáttunum leiðir Árni áhorfendur um götur bæjarins og kynnir ekki aðeins húsin sem fyrir augu bera heldur hverfin og byggingaheildir og raunar allt nánasta umhverfi þeirra. Hann fjallar um húsin og hverfin út frá sjónarhorni arkitektúrs og skipulags og hefur þar einstaklega næmt auga fyrir því, hvernig byggingarnar og umhverfin "tala saman" og mynda órofa heildir og kynnir auk þess margar áhugaverðar hugmyndir um, hvernig hlutirnir gætu verið eða ættu að vera. Það er nefnilega svo, að heilmikil fræði liggja á bak við það, hvernig best er að haga byggingum, stærð þeirra og byggingamagni, til þess að hámarka ánægju og vellíðan íbúana. En sjón er sögu ríkari. Mæli með Húsunum í bænum.

Sérstaklega hvet ég nýkjörna bæjarfulltrúa eindregið til þess að kynna sér þessa þætti- um leið og ég óska þeim til hamingju með kosningar sl. helgar. Eins öll þau, sem að skipulagsmálum bæja koma.   

Húsin í bænum - N4 Sjónvarp

Hér er síðasti þáttur Húsanna í bænum, þar sem umfjöllunarefnið er Búðargil og nágrenni: 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 436794

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 289
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband