Löng bið á milli greina

"Það líður víst langt á milli fría / og löng og stundum erfið verður bið". Svo orti Jónas Friðrik og Ríó Tríó söng inn á plötu fyrir um hálfri öld síðan.

Lesendur hafa e.t.v. tekið eftir því, að lengra líður á milli pistla en oft áður hjá mér. Fyrir því er einföld ástæða. Samhliða ritun pistla á akureyri.net tók ég upp á því, að endurskrifa um eldri hús, sem ég birti áður í stuttu máli í árdaga þessarar síðu. Þessir pistlar eru lengri og ítarlegri en margir fyrri pistlar og segir sig sjálft, að þeir eru lengur í bígerð. Ég er stundum spurður að því hvað ég eyði löngum tíma í þessi skrif en staðreyndin er sú, að ég hef ekki hugmynd um það. Því fyrir mér er þetta bara eins og hvert annað áhugamál; fæstir halda neina skrá yfir það hvað þeir eyða löngum tíma í sjónvarpsáhorf, tölvuleiki, golf eða slíkt.  En lesendur þurfa ekki að örvænta þó kannski líði meira en tvær vikur og löng bið verði á milli Húsapistla...ég er ekkert að dala í þessu heldur þvert á móti! smile

 

PS: það er nú ekkert varið í það, að vitna í dægurlagatexta, án þess að birta umrætt lag í heild sinni:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband