17.9.2022 | 11:55
Hús dagsins: Lækjargata 2b
Á horni Aðalstrætis og Lækjargötu er að finna eina elstu og áhugaverðustu húsaþyrpingu bæjarins. Hús þessi eru flest frá 5. 8. áratug 19. aldar. Eitt þessara húsa er Lækjargata 2b. Lega hússins er sérlega skemmtileg, stafninn skagar út í götuna á milli húsa nr. 2 og 4 og er húsið áfast því síðarnefnda. Á milli húsa 2 og 2b er örmjótt sund, á að giska um 2m breitt. Á bak við þessa staðsetningu hússins er sérstök saga.
Lækjargötu 2b reisti Edvald Eilert Möller verslunarstjóri, mögulega árið 1871, sem heyhlöðu á baklóð sinni en hús hans stóð þar sem nú er Aðalstræti 8. Það hús, sem byggt var 1836, var kallað Möllershús og var eitt margra húsa sem eyddist í bæjarbrunanum í desember 1901. Hlaðan (þ.e. Lækjargata 2b) mun hafa staðið nokkurn veginn þar sem nú eru mót Aðalstrætis og Lækjargötu. Þannig var mál með vexti, að þegar ráðist var í lagningu í nýrrar götu upp Búðargil, var upprunalega hugmyndin að miða legu hennar við heyhlöðu þessa. En árið 1884 var ákveðið að rífa hlöðuna sunnan við hús St. Stephenssens (Lækjargata 2a). Í stað þess að rífa hana var hún hins vegar dregin inn á lóð Lækjargötu 2, áfast annarri hlöðu sem síðar varð Lækjargata 4. Hvers vegna húsið var flutt norður á lóð Lækjargötu 2, en ekki nær Möllershúsinu við Aðalstræti, virðist ekki liggja fyrir en bærinn hafði keypt hana til niðurrifs, svo hún tilheyrði ekki eigendum lóðarinnar. Mögulega hefur eigandi Lækjargötu 2 (nú 2a) Stephan Stephansson, keypt hana af bænum.
Það er í raun ekki vitað með vissu hvenær húsið var byggt, en í bókunum bygginganefndar má finna byggingaleyfi dagsett 22. júní árið 1871 til handa Factor E. Möller, þar sem hann fær að reisa heyhlöðu úr timbri sunnan við bakarísins grunn og skyldi austurgafl hennar er sneri til götunnar halda stefnu og línu með plankverki því sem reist er fyrir austan pakkhús bakarans. Umrætt bakarí er væntanlega Aðalstræti 6 en þar bjó á þessum tíma Hendrik Schiöth bakari. Það er nokkuð freistandi að leiða líkur að því að umrædd heyhlaða sé sú, sem tæplega hálfum öðrum áratug síðar stóð, í bókstaflegri merkingu, í vegi fyrir lagningu Lækjargötu. Það er, Lækjargata 2b.
Lækjargata 2b er einlyft timburhús á lágum grunni, með porti og háu risi. Sexrúðupóstar eru í gluggum og bárujárn er á veggjum og þaki. Grunnflötur hússins er um 5,7x5,9m en vesturhlið er eilítið lengri en austurhlið, stafninn sunnanmegin m.ö.o. ekki hornréttur. Húsið er áfast næsta húsi vestan við, Lækjargötu 4 en sundið austan við er líklega aðeins um tveir metrar.
Um Edvard Eilert Möller er það að segja, að hann var fæddur árið 1812 á Akureyri. Um hann segir í Íslendingabók, að hann hafi verið verslunarstjóri á Siglufirði 1832-40 og á Akureyri eftir það. Hann var verslunarstjóri í 50 ár, tók mikinn þátt í atvinnulífi á Akureyri og Eyjafirði, m.a. síldveiðum og hákarlaveiðum. Um hann segir Steindór Steindórsson ennfremur: Hann þótti áreiðanlegur í viðskiptum og ákaflega húsbóndahollur. Hann skoraðist undan að taka sæti í bæjarstjórn þegar hann var kjörinn til þess, taldi það ekki hæfa verslunarstjóra sem þyrfti að hafa margs konar viðskipti við bæinn (Steindór Steindórsson 1993: 24). Þá gróðursetti hann fyrstur manna eplatré á Akureyri, en það var árið 1884. Edvard var náskyldur síðasta einokunarverslunarkaupmanni bæjarins. En móðurafi Edvards var Rasmuss Lynge, bróðir Friðriks Lynge, sem síðastur veitti einokunarversluninni forstöðu. Friðrik Lynge þessi átti heiðurinn af byggingu fyrsta íbúðarhúss Akureyrar, 1777, en það hús var eitt þeirra sem eyddist í bæjarbrunanum 1901.
Það er raunar góðar líkur á því, að hefði hlaða Möllers hvorki verið rifin né flutt hefði hún einnig orðið bæjarbrunanum 1901 að bráð. Möllershús brann til ösku og miklar skemmdir urðu á nýlegu húsi Stephans Stephanssonar, sem nú er Lækjargata 2, en þarna á milli stóð hlaðan upprunalega. Óljóst er hvort hlaðan gegndi áfram hlutverki hlöðu eftir flutninginn en síðar varð það geymsla. Í brunabótamati síðla árs 1916 er því lýst sem geymsluhúsi, einlyftu með háu risi á lágum steingrunni. Á gólfi eru sögð tvö geymsluherbergi og loft ósundurþiljað byggt úr timbri með járnklæddu þaki. Mál hússins eru 5,7x5,9m og hæð sögð 5 metrar. Í fasteignamati 1918 er því lýst á svipaðan hátt; geymsluhús úr timbri á lágum steingrunni, 5,7x5,8m.
Árið 1920 var eiganda hússins, Karli Magnússyni, heimilað að breyta útliti hússins og innrétta þar íbúð samkvæmt uppdrætti. Umræddur uppdráttur hefur varðveist en teikningin er óundirrituð. E.t.v. hefur Karl gert teikningarnar sjálfur. Og þegar Manntal er tekið sama ár er eigandi hússins Eggert Stefánsson símritari, sem þarna býr ásamt konu sinni, Yrsu Stefánsson og syni þeirra Stefáni. Einnig er búsett þarna Sesselja Theódórsdóttir vetrarstúlka. Skiptist húsið í tvö íbúðarrými og í öðru þeirra býr Karl Ásgeirsson, sem einnig er símritari. Þegar flest var munu hafa búið hér tólf manns. Í manntölum síðar á þriðja áratugnum og á þeim fjórða virðist húsið hins vegar teljast einbýlishús. Árið 2016 segja þáverandi eigendur og íbúar hússins, Patricia Huld Ryan og Sylvain Franck Zaffini svo frá, að húsið sé mjög skakkt og það valdi stöðugum höfuðverk. Einnig að við endurbætur á húsinu hafi þau fundið m.a. barnaskó, kindahorn, dagblöð frá 1899 á milli veggja. Einnig fannst tunnubotn í kjallaranum frá því að hér bjó beykir. (sbr. Kristín Aðalsteinsdóttir 2017: 136).
Lækjargata 2b er snoturt og látlaust hús og í mjög góðri hirðu. Útlit og kannski ekki síst staðsetning hússins er mjög skemmtileg og ekki síst sagan á þar á bak við; Hlaða sem átti að rífa en var mjakað á næstu lóð og stendur þar enn, 140 árum síðar. Lækjargata 2b er að sjálfsögðu aldursfriðað hús og talið í Húsakönnun 2012 hluti varðveisluverðrar og einstakrar húsaþyrpingar. Myndin er tekin 3. apríl 2022.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1857-1902. Fundur nr. 32, 22. júní 1871. Fundur nr. 59, 15. apríl 1884. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri. Elstu fundargerðabækur Bygginganefndar eru aðgengilegar á vef Héraðsskjalasafnsins.
Brunabótamat 1916-17. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri, aðgengilegt á vefnum: Virðingabók Brunabótafélags Íslands, Akureyrarumboð 1916-1917 by Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Issuu
Fasteignamat 1918. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Hjörleifur Stefánsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir. 2012. Húsakönnun- Fjaran og Innbærinn. Minjasafnið á Akureyri. Pdf-skjal á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Fjaran-og-Innbaerinn-2012.pdf
Kristín Aðalsteinsdóttir. 2017. Innbær. Húsin og Fólkið. (Viðtal við Patriciu Huld Ryan og Sylvain Franck Zaffini). Akureyri: Höfundur.
Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur
Ýmis manntöl og gögn á vef Héraðsskjalasafns og manntal.is, greinar á timarit.is; sjá tengla í texta. Upplýsingar af ættfræðigagnagrunninum islendingabok.is.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 324
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.