11.11.2022 | 17:53
Rukka fyrir þjónustu: Eðlilegt. Selja inn á náttúruna: ALDREI!
Almannaréttinn myndi ég segja sjálfsagt mannréttindamál og skyldi hann tryggður eins og frekast er unnt. Aldrei ætti það að líðast, að loka af og rukka fyrir náttúruskoðun, eins og um væri að ræða bíómynd eða safn eða annað slíkt. Oftar en ekki, þegar ég viðra þessa skoðun, segir fólk á móti, án þess að maður fái rönd við reist: "Það er sjálfsagt að greiða inn á þjóðgarða og slíkt"..."Svona er þetta alls staðar erlendis"... "Það þarf að greiða fyrir þjónustu"..."Á fólk bara að fá að vaða inn á einkalönd bænda og traðka þau niður- myndir þú vilja að fólk valsaði bara inn og út á lóðina hjá þér". o.s.frv. Í sjálfu sér allt gott og gilt! Það á að vera réttur allra, að njóta sköpunarverka og undra íslenskra náttúru. Sem eru fjölmörg. Vísitölufjölskyldan á að geta skoðað helstu undur náttúru landsins, foreldrar að sýna hana börnum sínum og fræða um hana, án þess að reiða fram drjúgar fjárhæðir fyrir það eitt. (Ekki það, að ferðalög sem slík eru sjaldnast ódýr).
Með þessu á ég að sjálfsögðu ekki við, að öllum eigi að vera frjálst um valsa um einkalönd að vild. Eignarréttur landeiganda er jafn sjálfsagður og almannarétturinn; lykilatriðið er, að hvor rétturinn um sig á ekki að ganga yfir hinn. En er ég ekki kominn í mótsögn við sjálfan mig hér ??? Alls ekki. Eftirfarandi eru nokkur dæmi um náttúruvætti á einkalandi. Bið ykkur, lesendur góðir, áður en lengra er haldið að athuga, að þetta eru aðeins mínar hugleiðingar, ég þekki ekki lögin svo gjörla og kannski, raunar mjög líklega, virka þau allt öðru vísi í raun en þarna er lýst.
a) Göngumaður nokkur uppgötvar geysilega fallegan foss og skemmtilegar bergmyndir í gili ofan við bæ nokkurn. Göngumaður þessi, sem vill svo til að er óskaplega vinsæll áhrifavaldur, birtir mynd af fossinum og áður en varir vilja allir skoða fossinn. Til þess að skoða fossinn er best að leggja við téðan bæ og mega bóndinn og skepnurnar hans þola töluvert ónæði vegna fossins. Þar koma jafnvel heilu rúturnar og á góðum dögum fara hundruð manna þarna um hlaðið og túnin. Allir bera fyrir sig almannarétti. (Og ef einhver slasast á leiðinni er bóndanum kennt um!)
Er ofangreint í lagi? NEI.
Svona ætti almannaréttur ekki að virka. Það er enginn almannaréttur að vaða hvert sem er hindrunarlaust, hvað þá um ræktuð lönd eða bæjarhlöð- og heimreiðir. Þarna segði ég, að bóndinn sé að sjálfsögðu í fullum rétti, til þess að annað hvort loka þessari leið eða rukka fyrir afnot af hlaðinu sem bílastæði. Ekki spurning. Svo kannski seinna meir, dettur honum e.t.v. í hug að reisa útsýnispall við fossinn og leggja þangað stíg á eigin kostnað. Og jafnvel snyrtingar. Öllu þessu þarf að halda við og allt þetta tekur tíma. Auðvitað á hann að rukka fyrir það, það væri nú annað hvort.
b) Nú er bóndi þessi búinn að fara í þessar framkvæmdir og allt klappað og klárt. Þannig háttar til, að öll aðstaða til þess að skoða er vestan við gilið, sem fossinn fellur um. Útivistarmaður á leið austan megin gilsins. Hann kemur að fossinum eftir allt annarri leið, fer aldrei inn á girt svæði eða ræktuð lönd og hann kemur ekki nálægt útsýnispallinum eða nokkru því, sem bóndinn hefur byggt upp.
Getur bóndinn gert kröfu, á að útivistarmaður þessi greiði fyrir að sjá fossinn? NEI.
Það er almannaréttur þessa manns að fara þarna um. Um leið og hann fer yfir gilið og nýtir eitthvað af mannvirkjum bóndans á hann að sjálfsögðu að borga. Bóndinn byggði ekki fossinn, þó hann sé á landinu hans. (Nú gæti einhver spurt: Af því bóndinn skapaði ekki fossinn, mætti þá ekki með sömu rökum segja, að hver sem er mætti virkja sama foss án þess að bóndinn hefði neitt um það að segja, hvað þá að hann fengi greitt fyrir það ? Þá bendi ég á þann augljósa mun, sem er á því, að nýta eitthvað eða skoða það. Vatnsréttindi eru eitt).
Ef það er orðið í lagi, að rukka beinlínis fyrir það eitt að SJÁ einhver náttúrufyrirbæri er það orðið ansi víðsjárvert. Mætti þá eiga von á því, að sett yrðu gjaldhlið meðfram þjóðvegum, af því að einhver náttúruvætti í einkaeign blasi þar við. Hvar ætti að draga mörkin. Gætu lóðareigendur í þéttbýli krafist gjalds fyrir það, að berja tré eða hús augum ? Vitaskuld ýkt og kannski útúrsnúningur en vona skilja lesendur hver meiningin er.
c) Nú vill svo til, að bergfylla fellur úr gilinu neðan við fossinn. Leiðin að fossinum frá bæ bóndans, lokast. Aðstæður umturnast og leiðin að fossinum verður stórhættuleg og hvað þá í rigningu eða hálku. Bóndinn ákveður að loka aðgangi um þessa leið.
Er það í lagi ? JÁ. Í svona tilfellum myndi ég halda, að öryggi fólks trompi almannaréttinn. Sama á við um náttúruvernd. Ef fyrirsjáanlegt er, að ágangur ferðamanna ógni náttúru svæðis teldi ég sjálfsagt, að loka aðgengi að þeim.
En þetta er ekki einfalt; hvenær er öryggi fólks ógnað og hvenær er náttúrufarið í hættu ? Hver á að meta það ?
Niðurstöður: Það er sjálfsagt að greiða fyrir þá þjónustu sem er til staðar, bílastæði, snyrtingar, stígar og annað slíkt spretta ekki upp af sjálfu sér og því þarf að halda við. Breytir þá í raun engu, hvort um ræðir svæði í opinberru eigu eða einkaaðila. Eðlilegast er þó, ef um ræðir svæði í eigu ríkis eða sveitarfélags að svona lagað sé fjármagnað af skattfé. Þannig að hóflegt gjald við náttúruperlur eru ekki af hinu slæma. En það þarf þá að vera kýrskýrt, að gjaldið sé fyrir þjónustu og innviði sem til staðar eru, ekki það eitt að SJÁ náttúruperluna.
Á hinn bóginn er heldur ekki sjálfsagt, að hverjum sé frjálst að fara um allar koppagrundir án þess að spyrja kóng eða prest. Girðingar, tún og einkavegi skal virða í hvívetna. Sjálfur kann ég illa við að fara erindislaust um lönd í óleyfi, sem ég veit, að eru í einkaeigu. Þrátt fyrir að almannaréttur eigi að tryggja, að það sé heimilt! Gönguferðir eiga alls staðar að vera frjálsar um óræktað land sem ekki er nýtt, en öðru máli gegnir um t.d. berjatínslu og veiðar. Margt fólk heldur e.t.v. að allt land, sem ekki eru afgirt tún, séu eign ríkisins eða sveitarfélaga og landsmenn eigi það gegnum skattgreiðslur sínar en svo er raunar yfirleitt ekki. (Að vísu eru þó nokkrar jarðir eignir ríkis og sveitarfélaga). Hér má sjá landamerki og þjóðlendur á Íslandi.
Gjaldtaka verði í samræmi við veitta þjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 384
- Frá upphafi: 436917
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 274
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú fyrirgefur en hvað ertu eiginlega að fara með þessu!!??Í einu orðinu eiga allir að fá að fara um allt og í öðru mega landeigendur rukka fyrir umferð um landið sitt og í en öðru viltu banna öllum að fara um!!!! Ragnar Reykás hvað!!!!....hann skipti þò yfirleitt bara einusinni um skoðun í hverju sinni....þarna er ýmist slegið úr og í cirka 10sinnum.fyrir utan að það greinilega hefur þú ekkert vit á raunvöruleika landeigenda og bænda!!!!
Allur Sannleikurinn (IP-tala skráð) 11.11.2022 kl. 19:15
"Almannaréttur skipar stóran sess í náttúruverndarlöggjöf á Íslandi og er fjallað sérstaklega um hann í IV. kafla laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Rétturinn felst í rétti til umferðar, dvalar og neyslu jarðargróðurs. Samkvæmt lögfræðiorðabók er almannaréttur sá réttur sem almenningi er áskilinn til frjálsra afnota af landi og landgæðum til umferðar um land og vötn o.fl.
Merking hugtaksins er svipuð á hinum Norðurlöndunum. Átt er við rétt almennings til náttúrunnar, að fara um landið í lögmætum tilgangi, sbr. 17. gr. náttúruverndarlaga og dvelja þar og nýta þar gæði óháð eignarhaldi landsvæðisins.
Almannarétti fylgir því óhjákvæmilega viss takmörkun á eignarétti landeigenda. Almannaréttur og réttur til umferðar um eignarlönd á sér langa sögu í norrænum rétti.
Í 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um ferðafrelsi þeirra sem dvelja löglega í landinu. ... Almannaréttur nær því til allra þeirra sem dveljast löglega í landinu."
Almannaréttur - Umhverfisstofnun
Þorsteinn Briem, 11.11.2022 kl. 20:54
Takk fyrir þetta, Þorsteinn, gott að hafa þessa reglugerð á takteinum; ég er kannski ekki fjarri lagi í þessum vangaveltum. Það er þetta með jafnvægi eignarréttar og almannaréttar; réttur eins á ekki valtað yfir rétt annars. Á hvorn veginn sem er.
Hvað "Sannleikann allan" varðar, ég veit ekki hvernig ég get útskýrt þetta frekar umfram það sem kemur fram í pistlinum. Kannski er eins og sé geti ekki ákveðið hvoru megin ég stend, en ég lít ekki svo á, að maður þurfi að velja hvort maður "standi með" landeigendum eða ferðamönnum í þessum efnum. Einfalt mál: Landeigendur mega að sjálfsögðu rukka fyrir veitta þjónustu og uppbyggingu sem þeir kosta, eðlilega. En þeir eiga ekkert með að rukka beinlínis inn á fossa, kletta, stokka eða steina sem hafa verið í landinu í þúsundir ára og tilheyra náttúrunni, eins og þessi fyrirbæri væru einhver listsýning eða bíómynd. Útivistar- og ferðafólk eiga rétt á að fara um frjálsir um lönd sem ekki eru nýtt. En má að sjálfsögðu ekki vaða inn á afgirt ræktarlönd, tún eða einkavegi bænda eða annarra landeigenda "af því bara". Ég tel þetta ekki útiloka hvert annað, en vitaskuld er þetta ekki alltaf svona einfalt. Það hafa margir bændur sjálfsagt fengið að reyna, sbr. raunveruleikinn sem þú vísar til.
Arnór Bliki Hallmundsson, 11.11.2022 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.