10.3.2023 | 10:18
Hús dagsins: Lundargata 6
Árið 1897 hafði Bygginganefnd Akureyrar starfað í 40 ár og haldið 150 fundi. Í 151. fundargerð segir svo orðrétt: Ár 1897 þriðjudaginn þ. 17. ágúst 1897 var byggingarnefndin í Akureyrarkaupstað til staðar á Oddeyri eftir beiðni Björns Ólafssonar frá Dunhaga til þess að mæla út lóð undir hús hans er hann ætlar að byggja og sem á að vera 12 ál. á lengd og 10 ál. á breidd. Byggingarnefndin ákvað að húsið skyldi standa 10 ál. í norður frá húsi Baldvins Jónssonar sem þá var í smíðum í og í beinni stefnu að vestan við það og hús Jakobs frá Grísará (Bygg.nefnd. Ak. 1897 nr. 150). Umrætt hús Björns Ólafssonar fékk nokkrum árum síðar númerið 6 við Lundargötu. Af hinum húsunum, sem nefnd eru þarna, skal sagt frá í örstuttu máli. Hús Baldvins Jónssonar var Lundargata 4. Það brann til ösku í janúar 1965. Hús Jakobs frá Grísará var Lundargata 10. Það var byggt árið 1894. Árið 1920 var það flutt spölkorn norður og yfir Lundargötu, á lóð nr. 17. Örlög þess urðu þau sömu og Lundargötu 4, það er, húsið skemmdist í bruna 6. maí 2007 og var rifið einhverjum misserum síðar.
Lundargata 6 er einlyft timburhús á háum steyptum grunni, með háu portbyggðu risi. Á veggjum er vatnsklæðning eða panell, sexrúðupóstar í gluggum og bárujárn á þaki. Grunnflötur hússins mun vera 7,62x6,39m. Kemur það heim og saman við upprunaleg mál, 10 álnir eru 6,3m og 12 álnir um 7,5m.
Björn Ólafsson virðist ekki hafa búið lengi í húsinu en árið 1902 er Lundargata 6 komin í eigu Gránufélagsins. Þá eru fjórar íbúðir skráðar í húsinu, og íbúarnir alls fjórtán að tölu. Á meðal sextán íbúa Lundargötu 6 árið 1912 voru þau Pétur Gunnlaugsson og Sigurjóna Steinunn Jóhannsdóttir. Þann 9. febrúar 1913 fæddist sonur þeirra, Jóhann Kristinn, í þessu húsi en hann varð síðar þekktur undir nafninu Jóhann Svarfdælingur, hávaxnasti Íslendingur sem sögur fara af. Þau Pétur og Sigurjóna munu hafa flutt til Dalvíkur skömmu síðar og þaðan að Brekkukoti í Svarfaðardal.
Húsið var í eigu Gránufélagsins og síðar Hinna Sameinuðu íslensku verslana, arftaka Gránufélagsins, og leigt út til íbúðar. Árið 1931 eignaðist Tryggvi Jónatansson múrarameistari húsið. Hann reisti verkstæðishús á baklóð hússins, Lundargötu 6b. Tryggvi Jónatansson var mikilvirkur í teikningu húsa á Akureyri á fyrri helmingi 20. aldar, og á t.d. heiðurinn af drjúgum hluta stórmerkilegrar funkishúsaraðar í Ægisgötu. Kannski hefur hann teiknað þau og fjölmörg önnur hús heima í Lundargötu 6.
Mögulega hefur Tryggvi klætt húsið steinblikki, en sú klæðning var á húsinu, þegar gagngerar endurbætur hófust á því um 1985. Þeim endurbótum lauk um áratug síðar og hafði húsið þá fengið timburklæðningu og glugga í samræmi við upprunalegt útlit. Árið 2004 var steyptur nýr kjallari undir húsið og það hækkað um rúmlega hálfan metra. Teikningarnar að þessum endurbótum gerðu Haukur Haraldsson og Fanney Hauksdóttir. Nú er húsið í mjög góðri hirðu, enda hefur núverandi eigandi einnig gert mikla bragarbót á húsinu og umhverfi þess. Þannig er húsið til mikillar prýði í umhverfinu. Það er að sjálfsögðu aldursfriðað, þar sem það er byggt fyrir 1923 og hlýtur í Húsakönnun 2020 hátt varðveislugildi sem hluti heildstæðrar götumyndar Lundargötu. Meðfylgjandi mynd er tekin 26. febrúar 2023.
Heimildir: Bjarki Jóhannesson. 2021. Húsakönnun fyrir Oddeyri 2020. Akureyrarbær. Aðgengilegt á pdf-formi á slóðinni Husaskra-Oddeyrar-Merged2-.pdf (minjastofnun.is)
Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1857-1902. Fundur nr. 151, 17. ágúst 1897. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri. Aðgengilegt á vef Héraðsskjalafsafnsins: Fundargerðabók bygginganefndar Akureyrar 1921-1930 by Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Issuu
Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri. Aðgengileg á pdf-formi á slóðinni: http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Husakonnun_Oddeyri.pdf
Ýmis manntöl á vef Héraðsskjalasafns og manntal.is, greinar á timarit.is; sjá tengla í texta.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 27
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 445005
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 272
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.