15.4.2023 | 21:32
Vegna umfjöllunar um Grundargötu 6
Eitt það allra skemmtilegasta við það hugðarmál mitt, að kanna og skrásetja sögu eldri húsa er, að það má alltaf hægt að uppgötva eitthvað nýtt, sem kannski kollvarpar því sem áður var talið eða stendur í heimildum. Þó heimildir styðji við það sem haldið er á lofti, geta þær brugðist og oft ber ólíkum heimildum ekki saman. Stundum koma nýjar" upplýsingar um eitthvað sem gerðist fyrir meira en 100 árum. Almennt miða ég við regluna hafa ber það sem sannara reynist" og svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þær heimildir sem taldar eru öruggar geta reynst rangar. En því fer fjarri að ég geti varpað allri ábyrgð á heimildirnar, því ég er aldeilis ekki óskeikull sjálfur og oft hafa ýmsar rósir" ratað hingað inn, sem aðeins skrifast á ónákvæmni eða fljótfærni hjá mér.
Síðdegis sl. föstudag, fékk undirritaður áhugavert símtal frá Þorsteini Jónassyni. Erindi hans var upprunasaga Grundargötu 6, en pistill undirritaðs hafði þá birst á vefnum. Þorsteinn er langafabarns Jóns Jónatanssonar sem búsettur var í húsinu á fyrsta áratug 20. aldar og gerði þá athugasemd, að hvorki hann né nokkur innan hans ættar hefði heyrt á það minnst, að Jón hefði búið þarna, hvað þá byggt húsið. Hann vissi heldur ekki til þess, að langafi hans hefði nokkurn tíma verið járnsmiður. Manntöl frá þessum tíma sýna þó með óyggjandi hætti, að Jón Jónatansson og Guðrún Sesselja Jónsdóttur bjuggu þarna ásamt börnum sínum Kristjáni (bakara) og Sigurborgu. Það gæti hent sig, að fjölskyldan hefði búið þarna án þess að nefna það síðar við afkomendur sína. En Þorsteinn taldi nánast útilokað, að langafi hans hefði byggt húsið, án þess að nokkurn tíma væri á það minnst innan fjölskyldunnar. Stórfjölskyldan var um áratugaskeið búsett að Strandgötu 37, steinsnar frá Grundargötu 6, svo einhvern tíma hlyti það að hafa borist í tal, hefði ættfaðirinn byggt það hús.
Við nánari skoðun mína á gögnum frá Bygginganefnd kom enda eitt í ljós: Á þessum tíma voru búsettir í bænum tveir menn með nafninu Jón Jónatansson. Annar var tómthúsmaður, síðar póstur, og var fæddur 1850 en hinn var járnsmiður, fæddur 1874. Sá síðarnefndi var löngum búsettur í Glerárgötu 3. Ef skoðuð eru gögn Bygginganefndar, sést nokkuð glögglega í registrum að sami Jón Jónatansson virðist hafa fengið byggingaleyfi í Grundargötu árið 1903 og leyfi til byggingar smiðju í Glerárgötu 3 árið 1919. Þar er í báðum tilvikum um að ræða Jón Jónatansson járnsmið. Í stuttu máli: Jón Jónatansson járnsmiður hefur að öllum líkindum reist Grundargötu 6 árið 1903, en alnafni hans, Jón Jónatansson póstur flutt inn í húsið nýbyggt og búið þar ásamt fjölskyldu sinni. Er þessu hér með komið á framfæri.
Þorsteini Jónassyni þakka ég kærlega fyrir ánægjulegt símtal og vek athygli á því, að allar athugasemdir og ábendingar við pistlana eru þegnar með þökkum.
Að ofan: Úr yfirliti (registrum) fundargerðabókar Bygginganefndar fyrir árin 1902-21. Um er að ræða skjáskot af vefsvæði Héraðsskjalasafnsins Fundargerðabók bygginganefndar Akureyrar 1902-1921 by Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Issuu. Það verður vart annað lesið úr þessu, en að sami Jón Jónatansson hafi fengið húsgrunninn við Grundargötu og fengið að byggja smiðju við Glerárgötu. Sá Jón var járnsmiður og var búsettur í Glerárgötu 3. Það er hins vegar annar Jón Jónatansson sem skráður er til heimilis að Grundargötu 6 á árunum 1903-12. Virkar næsta ótrúlegt, en rétt að nefna, að það var ekkert einsdæmi, að einn fengi byggingarleyfi en annar flytti inn í húsið eða lyki við bygginguna. Og þá gat auðvitað allt eins verið um alnafna að ræða eins og aðra.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 567
- Frá upphafi: 444838
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 369
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.